Ósætti ríkir um bílaumferð á göngugötum

Á tilteknum tíma hingað til hefur akstur verið bannaður á …
Á tilteknum tíma hingað til hefur akstur verið bannaður á hluta Laugavegar. Til stendur að hann verði varanleg göngugata innan tíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi í upphafi næsta árs er handhöfum stæðiskorta (P-korta) fyrir hreyfihamlaða heimilað að keyra á vélknúnum ökutækjum á göngugötum og leggja þar í sérstök stæði.

Í áætlunum Reykjavíkurborgar er einna mest um hugmyndir um göngugötur og stendur til að gera meirihluta Laugavegar að varanlegri göngugötu, en hingað til hefur Laugavegi aðeins verið lokað tímabundið fyrir bílaumferð.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir það breyta ásýnd göngugatna ef fólk sem þar sé, t.d. með börn sín, þurfi að hafa varann á vegna bílaumferðar.

„Ég held það sé betri lausn til framtíðar að búa til fallega og mannvæna miðborg í staðinn fyrir að líta alltaf til þess að bíllinn sé leið fólk til þess að komast sem næst verslunum eða fyrirtækjum,“ segir Pawel, en hann hefur óskað upplýsinga um fjölda handhafa stæðiskorta, sem virðist ekki liggja fyrir.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er ósammála Pawel, en hún lagði til að borgarstjórn samþykkti sambærilega tillögu í haust sem fékk óblíðar móttökur að hennar sögn. „Þegar þetta er orðið að lögum efast ég um að þau geti komist hjá þessu. Borgin verður að virða lögin,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »