Val á útboði var fellt úr gildi

Vegagerðin semur nú við Þjótanda ehf. um umdeilt verk.
Vegagerðin semur nú við Þjótanda ehf. um umdeilt verk. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þjótandi ehf. kærði í vor til kærunefndar útboðsmála útboð Vegagerðarinnar „Reykjavíkurvegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur“. Kærandi gerði aðallega þá kröfu að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í hinu kærða útboði.

Kærunefnd úrskurðaði hinn 20. júní sl.: „Ákvörðun varnaraðila, Vegagerðarinnar, um að semja við GT verktaka ehf. og Borgarvirki ehf. í kjölfar útboðsins „Reykjavíkurvegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur“, er felld úr gildi. Varnaraðili greiði kæranda 600.000 krónur í málskostnað.“

Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í kjölfar úrskurðar kærunefndar hefði Vegagerðin tekið nýja ákvörðun og gengið til samninga við Þjótanda ehf. kærandans, sem átti næstlægsta tilboðið.

„Viðbrögð okkar við þessum úrskurði eru þau að við einfaldlega fylgjum honum og tókum nýja ákvörðun og höfum þegar tilkynnt næstlægsta bjóðanda í útboðinu, Þjótanda, og öðrum bjóðendum, að samið verði við Þjótanda. Við gerum ráð fyrir því að ganga frá samningi við Þjótanda í næstu viku,“ segir Stefán í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »