Erlendur aðili vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi

Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Vigur í Ísafjarðardjúpi. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skýrast ætti í næstu viku hvort verði af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur kaupandi er útlendingur, búsettur í Evrópu, en ekki fengust nánari upplýsingar um hann. Sá kom nýlega með tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur verið á söluskrá.

Ásett verð er 330 milljónir króna að sögn Davíðs Ólafssonar, löggilts fasteignasala hjá Fasteignasölunni Borg í Reykjavík.

Þessa dagana er verið að vinna í ýmsum formsatriðum og fyrirvörum í kauptilboði. „Frágangur og pappírsvinna í svona málum er oft tímafrek og flókin,“ segir Davíð, sem vill ekki upplýsa frá hvaða landi hinn áhugasami kaupandi sé, að öðru leyti en því að hann sé frá Evrópu.

Í Vigur, sem oft er kölluð Perlan í Ísafjarðardjúpi, hefur verið stundaður búskapur um aldir og sama ættin hefur setið staðinn lengi. Þá er Vigur í vaxandi mæli ferðamannastaður, en um 10 þúsund manns koma árlega í Vigur; þar eru fallegar byggingar og margvíslegar menningarminjar. Staðurinn er öllum opinn en ekki liggur fyrir hvort svo verði af hálfu nýs eiganda verði tilboði hans tekið. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »