Leki á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn

Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, segir að um óverulegt smit sé …
Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, segir að um óverulegt smit sé að ræða. Gert verði við á kostnað verktakans, en sú vinna er þegar hafin. Hjúkrunarheimilið var vígt í febrúar síðastliðnum. mbl.is/​Hari

Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina.

„Þetta er nú nánast ekki neitt. Það smitar aðeins niður á tveimur stöðum. Verktakinn er kominn í málið og þetta verður lagað,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum þurft að stilla af húsið eins og ég kalla það og það hefur bara verið gert. Það er ekkert sniðugt að nýtt hús leki, en þetta er óverulegt og verður lagað á kostnað verktakans. Þetta truflar ekki starfsemina eða neitt,“ segir hann. „Ég myndi nú aldrei tala um leka. Þetta er bara smá smit. Það dropaði hvergi niður, en það kom smá litur á vegg þarna uppi. Þetta er á heimili sem heitir Norðurtún og hitt heitir Nýi bær,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »