Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Skemmtiferðaskip kemur að bryggju á Íslandi. Farþegarnir sem komu með ...
Skemmtiferðaskip kemur að bryggju á Íslandi. Farþegarnir sem komu með slíkum farkosti hingað til lands voru á fimmta hundrað þúsunda í fyrra. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Árið 2018 komu 440.997 farþegar um borð í skemmtiferðaskipum til landsins. Ekki kemur í ríkissjóð gistináttaskattur fyrir afnot þessara ferðamanna af innviðum landsins, þeir fara jafnan í land á daginn, og ekki er greiddur virðisaukaskattur fyrir þær vörur sem skipið kaupir í landi og eru síðan seldar farþegum skipanna um borð þegar skipið hefur lagt úr höfn.

Þessi skip fara með ströndum á milli hafna og farþegarnir gista um borð í skipunum. Skipin versla virðisaukaskattfrjálst við innlenda birgja þar sem þau ferðast á milliríkjagrundvelli en geta farið hringinn í kringum landið með þeim hætti. Þannig njóta þessir farþegar þeirra sérrettinda að greiða ekki þessi gjöld, aðeins vegna þess að þeir eru um borð í skemmtiferðaskipi, að mati sumra.

„Til þess að gæta að samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja höfum við verið að hvetja til þess með jöfnu millibili að athugað sé með hvaða hætti er hægt að skattleggja farþega á skemmtiferðaskipum, svo að þeir greiði ígildi gistináttagjalds og réttmætan virðisauka af þeirri starfsemi sem á sér stað hér á landi,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir tilefni til ...
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir tilefni til að skoða hvernig mætti skattleggja starfsemi skemmtiferðaskipa til jafns við það sem þjónusta í landi býr við.

„Í þessu er lykilatriði að greinarnar sitji við sama borð. Ef enn er ekki búið að leggja sérstök gjöld á ferðamenn hér almennt, af hverju ætti að leggja þau á þessa farþega sérstaklega?“ spyr Pétur Ólafsson, hafn­ar­stjóri á Ak­ur­eyri og formaður samtakanna Cruise Iceland.

Kom þrýstingur einhvers staðan frá

Það var rætt árið 2012 að koma á einhvers konar skattlagningu á hvern farþega sem kæmi með skemmtiferðaskipi. „Þær tillögur eru einhvers staðar inni í fjármálaráðuneyti og ég get ekki svarað því af hverju ekki var farið í gegn með þær,“ segir Gunnar.

„Það hlýtur að hafa komið þrýstingur einhvers staðan frá,“ segir hann.

Hann fagnar því að vakið sé máls á því enn á ný að taka upp einhvers konar gjald á hvern ferðamann sem gisti í skipi við strendur Íslands. Á sínum tíma hafi staðið til að taka upp „pax tax“ svokallaðan, skatt sem myndi virka sem ígildi virðisaukaskatts og gistináttagjalds. Hver upphæðin yrði væri útfærsluatriði. 

Gunnar Valur segir fyrst og fremst þörf á því að ræða þessi gjöld út frá spurningum um samkeppnisumhverfi. „Þá er fullkomlega eðlilegt að farþegar þessara skipa greiði gjald af þessum toga rétt eins og aðrir greiða virðisauka og gistináttagjald af gistingu í landi. Annars hallar á gistiþjónustu í landi,“ segir Gunnar.

Þarf einfaldlega samræmi

Þeir sem standa að baki Cruise Ice­land eru hafn­ir lands­ins, skipaum­boðsmenn, ferðaþjón­ustuaðilar, rútu­fyr­ir­tæki, birgjar og þjón­ustuaðilar. Pétur Ólafsson áðurnefndur formaður þeirra samtaka segir að gjald sé þegar tekið af þeim sem ferðast um landið á skemmtiferðaskipum, meðal annars með hafnargjaldinu sem skipin greiða og svo öðrum gjöldum, eins og vitagjöld til ríkisins og tollafgreiðslugjald.

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri og formaður samtakanna Cruise Iceland, ...
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri og formaður samtakanna Cruise Iceland, segir að gæta verði samræmis ef leggja skal á gistináttagjald. Það megi ekki aðeins leggjast á farþega skemmtiferðaskipa. Mynd/Pétur Ólafsson

„Það er ekki búið að setja nein sérstök komugjöld á farþega sem koma til landsins með flugi en ef það yrði gert hægt að gera það sama við farþega í skemmtiferðaskipum. Þar þarf einfaldlega að vera samræmi í hlutunum,“ segir Pétur. 

Hann tekur einnig fram að eðlilegt sé á sinn hátt að skipafarþegarnir, sem ekki gisti í landi, borgi ekki gistináttagjald. Þó sé það meira að segja svo, að árlega kaupi farþegar sem hingað koma með skemmtiferðaskipum um 40-50 þúsund gistinætur hjá gistiþjónustu í landi. Það sé hliðarávinningur af starfseminni.

„Það eru hvort eð er sárafá skipin sem myndu falla undir þetta ef út í þetta væri farið, því skipin eru flest með upphafsstað annars staðar og endastað annars staðar. Þetta félli bara undir þau skip sem hefja ferð sína á Íslandi og enda á Íslandi,“ segir Pétur og segist því ekki sjá að ávinningurinn yrði mikill af því að taka sérstök gjöld af skemmtiferðaskipum með þessum hætti, ef það yrði yfir höfuð gert.

Að auki segir Pétur að hótel njóti umtalsverða tekna vegna farþega í hringsiglingum og í tengslum við farþegaskipti. „Þetta eru farþegar sem gista á dýrum hótelum í Reykjavík og myndu ekki gera það nema af því að þeir eru að fara um borð í skip. Ég hef ekki hitt neinn hóteleiganda úti á landi sem telur sig hafa miss spón úr aski sínum út af því að gestir gista um borð í skipum,“ segir hann.

„Þessir farþegar væru ekki að ferðast í rútu í kringum landið, heldur væru þeir í siglingum í öðrum löndum ef við vildum hrekja þá í burtu með ofurskattlagningu,“ segir Pétur loks.

mbl.is

Innlent »

Hófst af sjálfum sér til auðs og umsvifa

Í gær, 23:34 Danir syrgja nú litríkasta og vinsælasta kaupsýslumann sinn, Lars Larsen. Hann lést á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi á mánudaginn, 71 árs gamall eftir að hafa barist við krabbamein um nokkurt skeið. Meira »

Fagmaður með úr og liti fram í fingurgóma

Í gær, 22:49 Þegar Garðar Ólafsson hafði starfað sem úrsmiður í um hálfa öld og hætti með samnefnda verslun sín á Lækjartorgi, þar sem hann hóf eigin rekstur 1956, tók hann upp penslana af alvöru og hefur einbeitt sér að málverkinu undanfarin 16 ár. Meira »

Þriðja skriðan á 10 árum

Í gær, 22:28 Áætlað rúmmál skriðunnar sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun eru 25.000 rúmmetrar, en skriðan er sú þriðja sem fellur í fjöruna á 10 árum. Meira »

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:48 Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla við gatnamót Lyngáss og Lækjarfits í Garðabæ upp úr klukkan 21 í kvöld. Meira »

Tvö tonn á tveimur tímum

Í gær, 21:47 Sundhópurinn Marglytturnar, Blái herinn og hópur sjálfboðaliða, alls um sextíu manns, tíndu upp um tvö tonn af rusli í Mölvík við Grindavík í kvöld. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í hreinsuninni og stóð hann sig gríðarlega vel að sögn skipuleggjanda. Meira »

Málið „fullskoðað og fullrætt“

Í gær, 21:32 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur flokkinn ekki standa frammi fyrir klofningi vegna þriðja orkupakkans þrátt fyrir að málið sé umdeilt í stórum og breiðum flokki. Þar takist ólík sjónarmið á, en flokkurinn þoli vel umræður og átök. Meira »

Styrkja tengslin við Grænland

Í gær, 20:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í grænlensku landsstjórninni. Meira »

Allrahanda tapaði hálfum milljarði

Í gær, 20:22 Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Tapið rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári, er það var 195 milljónir króna. Meira »

Nýr dómsmálaráðherra í september

Í gær, 20:14 Til stendur að tilkynna um nýjan dómsmálaráðherra áður en þing hefst í september, en boðað hefur verið til ríkisráðsfund 6. september og segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mögulegt að „formlegheitin“ verði kláruð á fundinum. Meira »

Bílarnir komust ekki úr Herjólfi

Í gær, 19:59 Bilun varð í dag í stýringu á hlera nýja Herjólfs sem opnar fyrir bílana um borð í skipinu. Skipinu var snúið við og reynt að koma bílunum út öfugu megin í höfninni í Eyjum. Reynt var að bakka þeim út eða snúa þeim við í bíladekkinu. Vegna bilunarinnar verður gamli Herjólfur notaður í staðinn. Meira »

Bergið opnar dyr sínar á Suðurgötu

Í gær, 19:25 „Við erum byrjuð að opna dyrnar, við erum búin að opna símann og opna vefspjallið en formlega opnunin okkar er á Menningarnótt og mánudaginn þar á eftir, 26. ágúst,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace, í samtali við mbl.is. Meira »

Enginn vilji til að fara milliveg

Í gær, 19:09 Hjón sem höfðuðu dómsmál gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni náðu ekki samkomulagi við félagið í dag um að fá íbúð sína í Árskógum afhenta. Meira »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

Í gær, 18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

Í gær, 18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

Í gær, 17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

Í gær, 17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

Í gær, 16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

Í gær, 16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

Í gær, 16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...