„Þetta skal aldrei verða“

Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur þótt gríðarlega umdeild í Árneshreppi og víðar.
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur þótt gríðarlega umdeild í Árneshreppi og víðar. mbl.is/Golli

„Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni.  

Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur verið gríðarlega umdeild í Árneshreppi og víðar. Fyrir liggja sjö kærur hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdarleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti VesturVerki í byrjun sumars. 

Hafa bæði landeigendur á svæðinu sem og ýmis náttúruverndarsamtök kært framkvæmdarleyfið og meðal annars borið fyrir sig meinta lagalega vankanta á meðferð málsins. 

Hrafn segir mikla samstöðu vera á meðal fólks um að koma í veg fyrir framkvæmdirnar. 

„Þau skaðræði sem eru að gerast á Ströndum núna verða stöðvuð. Það eru mjög margir einstaklingar, félagasamtök og aðrir aðilar í sambandi vegna þessa. Mér þykir satt að segja hörmulegt að umhverfisráðherra og stjórnvöld skuli ekki hafa gripið inn í þegar ótal kærur hafa verið settar fram vegna þessarar meintu virkjunar,“ segir Hrafn í samtali við mbl.is.

„Málinu er ekki lokið og það má búast við aðgerðum síðar í vikunni. Við ætlum ekki að mótmæla, við ætlum að koma í veg fyrir þetta.“

Hrafn Jökulsson hefur barist ötullega gegn virkjun Hvalár.
Hrafn Jökulsson hefur barist ötullega gegn virkjun Hvalár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir virkjunina ekkert hafa sér til gildis

„VesturVerk má mín vegna alveg bæta veginn til Ófeigsfjarðar. En þeir munu aldrei drösla 40 tonna túrbínum um þann veg. Við munum koma í veg fyrir það með margra góðra manna hjálp. Það er stórkostlegt að fólk skuli loksins vera að vakna til vitundar um þessi hermdarverk sem eru í uppsiglingu í Strandasýslu,“ segir Hrafn. 

„Þetta mál er eitt allsherjar hneyksli frá upphafi til enda. Kærumálin sjö liggja fyrir og þau ber að afgreiða áður en VesturVerk og HS Orka fá að halda áfram sínum skaðræðisverkum fyrir norðan. Þessi meinta virkjun hefur ekkert sér til gildis annað en það að tryggja hinum erlendu eigendum HS Orku rafmagn til þess að standa undir einu gagnaveri eða svo.

Hún skilar engu fyrir Árneshrepp, engu fyrir Vestfirði og engu fyrir Ísland.“

Þá telur Hrafn friðlýsingu svæðisins geta orðið arðbærari en virkjun Hvalár og nefnir hann í því samhengi álit Skipulagsstofnunar og skýrslu Environice.

„Að sjálfsögðu eigum við að standa vörð um stærstu ósnortnu víðerni Íslands. Við eigum að skila Íslandi til framtíðarkynslóða með mannsæmandi hætti en ekki láta gróðrarsjónarmið vera aflvaki þess sem þarna er á bakvið. Ég veit að þetta verður stöðvað.“

Hrafn vill ekki segja hvers eðlis fyrirhugaðar aðgerðir þeirra sem mótfallnir eru virkjuninni séu. 

„Ég vil gefa sem minnst upp, en þetta skal aldrei verða. Það eru margir á leiðinni norður. Við tökum þennan slag með bros á vör og sjáum til þess að okkar ástkæra Árneshreppi verði bjargað frá erlendum auðkýfingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...