Algengt að vottorð séu vefengd

Snorri Magnússon.
Snorri Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Algengt er að lögreglustjórar vefengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra.

Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í Morgunblaðinu  í dag. Hann segir að fjöldi mála af þessu tagi lendi á borði Landssambands lögreglumanna og kveðst oft þurfa að berjast fyrir endurkomu manna í vinnu eftir veikindi vegna þess að lögreglustjórar hafi verið að draga í efa starfsvottorð sem gefin eru út af læknum. Hann staðfestir að eitt slíkt mál sé í vinnslu hjá lögfræðingum Landssambands lögreglumanna eins og er.

Að sögn Snorra þurfa ríkisstarfsmenn sem hafa verið frá starfi vegna veikinda í ákveðinn tíma að sanna starfshæfni sína með vottorði frá lækni en forstöðumaður hefur rétt á að kalla eftir áliti trúnaðarlæknis sem komist oft að annarri niðurstöðu en sérfræðilæknir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »