Hæg norðaustlæg átt og hlýjast á Suðurlandi

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag og víðast hvar skýjað, en léttskýjað norðvestan til og lítils háttar væta á landinu austanverðu. Það léttir heldur til sunnanlands er líður á daginn, en þó má búast við skúrum síðdegis þar. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Vaxandi norðaustanátt verður síðan í kvöld og nótt, fyrst á Vestfjörðum og á morgun má búast við norðaustanátt, 8-15 m/s. Í fyrramálið fer svo að rigna á landinu austanverðu og þykknar upp norðvestan til með dálítilli vætu um kvöldið. Suðvestanlands verður hins vegar lengst af léttskýjað.

Það kólnar lítið eitt á morgun og verður hiti á bilinu 7 til 17 stig, svalast við norðurströndina en hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert