Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun, miðvikudag, milli klukkan 8 og 22.

Annarri akreininni verður lokað á meðan og verður umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið inn Þjóðbraut og þaðan gegnum bæinn. Umferð að Keflavíkurflugvelli ekur hins vegar meðfram vinnusvæðinu.

Verkið er í höndum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæs Colas.

Á kortinu má sjá hjáleiðina sem bílar, á leið í …
Á kortinu má sjá hjáleiðina sem bílar, á leið í átt að Reykjavík, þurfa að aka um. Kort/Hlaðbær Colas
mbl.is