Birta myndskeið af björguninni

Nota þurfti sérstakan fjallabjörgunarbúnað til að ná manninum af syllunni.
Nota þurfti sérstakan fjallabjörgunarbúnað til að ná manninum af syllunni. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur birt myndskeið af björgunaraðgerðum vegna manns sem sat fastur á syllu í Hvannárgili í fimm klukkustundir í gærkvöldi.

Nota þurfti sérstakan fjallabjörgunarbúnað til að ná manninum, sem var erlendur göngumaður, af syllunni. Maðurinn var kaldur og hrakinn þegar hann losnaði loks úr prísundinni, en mikil þoka var á svæðinu.

Það var manninum til happs að hann rann ofan í sprungu fulla af snjó.

mbl.is