Fallturninn nýi hefur bilað tvisvar í sumar

Fallturninn í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.
Fallturninn í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum. mbl.is/​Hari

Nýr fallturn Húsdýra- og fjölskyldugarðsins sem tekinn var í notkun síðla síðasta sumars er bilaður og hefur verið lokaður frá því á föstudag.

Er þetta í annað sinn sem turninn bilar í sumar að sögn Sigrúnar Thorlacius, aðstoðarforstöðumanns Húsdýra- og fjölskyldugarðsins. Unnið er að því að komast að því hvað er í ólagi í turninum.

Þá hefur „sleggjan“ svonefnda, sem fengin var úr Skemmtigarðinum í Smáralind sem hefur verið lokað ekki verið gangsett, en unnið er að því að koma henni af stað. Fjórir af átta bílum sem yngri gestir garðsins geta keyrt um bílabraut eru bilaðir og beðið er eftir varahlutum. Bílarnir eru einnig tiltölulega nýir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert