Dregur úr aukningu umferðar

Umferð að austan.
Umferð að austan. mbl.is/Arnþór Birkisson

Umferð á hringvegi í júlí jókst um 1,4% frá síðasta ári, en þetta er minnsta aukning í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Útlit er fyrir að aukning umferðar í ár í heild gæti numið 2,7 prósentum sem væri minnsta aukning síðan árið 2012.

Af fimm skilgreindum svæðum Vegagerðarinnar varð aukning um tvö þeirra, á Vesturlandi um 6,1% og yfir lykilteljara á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða um 3,3%. Um önnur svæði varð samdráttur og var hann mestur á Austurlandi, 6,9%.

Fram kemur að malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði hafi leitt til þess að líklega hafi fleiri farið um Þrengslin en um heiðina sjálfa og þá hringveginn.

Umferð jókst mest um lykilteljara í Hvalfjarðargöngum, eða um 9,5%, en mestur samdráttur mældist um lykilteljara á Mývatnsheiði, eða 10,9%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert