„Við erum í kappi við tímann“

Ingólfur segir ljóst að ekki verði öllum bjargað, hluti hvalanna …
Ingólfur segir ljóst að ekki verði öllum bjargað, hluti hvalanna er lengst uppi í fjöru og það fjarar hratt undan þeim. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Við erum að reyna að stugga við þeim sem eitthvað er hægt að stugga við,“ segir Ingólfur E. Sigurjónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði, í samtali við mbl.is.

Hann er ásamt fleiri björgunarsveitarmönnum og lögreglu að reyna að stýra um það bil 50 grindhvölum sem hlupu á land í fjörunni við Útskálakirkju í kvöld aftur til sjávar.

[Viðbót 23:50] Til stendur að útvega dælur og klæði til þess að halda dýrunum rökum þar til þau geti komist út að sjálfsdáðum, samkvæmt því sem haft er eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, í frétt RÚV.

Ingólfur segir ljóst að ekki verði öllum bjargað, hluti hvalanna er lengst uppi í fjöru og það fjarar hratt undan þeim. Rúmur klukkutími er síðan að björgunarsveitir fengu tilkynningu um að dýrin væru í fjörunni.

Miklar grynningar eru í fjörunni.
Miklar grynningar eru í fjörunni. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Það fjarar svo rosalega hratt undan þeim. Við erum í kappi við tímann. Þeir hafa komið hérna inn þegar það var háflóð og svo fjarar skarpt undan þeim núna.“

Ingólfur segir að þeir hvalir sem náðst hafi aftur út á haf bíði rétt fyrir utan fjöruna eftir öðrum úr vöðunni. Hann segir líklegt að það fjari undan þeim líka, þar sem þarna séu miklar grynningar. Því miður sé ólíklegt að mörgum hvölum verði bjargað.

Víkurfréttir birtu meðfylgjandi myndskeið af staðnum í kvöld.

Ljósmynd/Víkurfréttir
Ljósmynd/Víkurfréttir
Ljósmynd/Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert