Einn sprettur sem miklu skiptir

Sprettbrautin er klár.
Sprettbrautin er klár. Ljósmynd/Ingi Torfi Sverrisson

Fyrsta keppnisgrein dagsins á heimsleikunum í crossfit er hraðaþraut. Og nú er búið að tilkynna nákvæmlega hvernig hún verður. Myndband af þrautinni er neðst í fréttinni.

Tíu keppendur detta úr leik að henni lokinni og ljóst að íslensku keppendurnir þurfa að gera vel ef þeir vilja sneiða hjá niðurskurðarhnífnum.

Það verður allt að ganga upp, sérstaklega hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sem er í tuttugasta sæti í kvennaflokki eins og málin standa núna.

Keppnin hefst kl. 15 og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan.

Margmenni streymir að svæðinu

Ingi Torfi Sverrisson, tíðindamaður mbl.is í Madison, segir að fólk streymi að keppnissvæðinu og að áhorfendafjöldinn sé enn meiri en hann hefur verið fyrstu tvo dagana. Þrjár æfingar verða framkvæmdar í dag.

Veðrið er eins og alla aðra dagana hingað til. Steikjandi sól, heiðskýrt og logn,“ segir Ingi Torfi og því ljóst að þetta verður heitur sprettur.

Sjá má myndskeið af sprettæfingunni hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert