Ekki í stjórnmálum til að verða vinsæll

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir allt samhengi vanta í umfjöllun fjölmiðla og siðanefndar Alþingis um Klaustursmálið svokallaða. Segir hann tóninn í Klaustursmönnum vera orðinn grimmari í kjölfar álits siðanefndar, en að afsökunarbeiðnir sínar vegna ummæla sinna gildi enn. 

Gunnar Bragi var gestur Kristján Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Kristján hafði það á orði að tónn Miðflokksmanna sé nokkur annar nú eftir að niðurstaða forsætisnefndar liggur fyrir, en hann var þegar málið kom fyrst upp. 

„Það getur verið að línan sé aðeins harðari. En engu að síður þá gilda þær afsökunarbeiðnir áfram sem ég hafði uppi þegar þetta komst upp allt saman. Hvað sem líður þessu ferli öllu saman og pólitíkinni þá á maður náttúrulega að reyna að tala ekki með þeim hætti sem þarna var gert,“ segir Gunnar Bragi. 

Segir hlutina hafa verið tekna úr samhengi

„Svo hinsvegar tekur við ákveðið ferli sem varpar kannski ljósi á hlutina, samhengið verður skýrara, klippur sem fjölmiðlar nýttu sér eru settar allt í einu í samhengi og málið verður öðruvísi. 

„Ég leyfi mér að fullyrða að það sem ég segi þarna er að einstök atvik eru slitin úr samhengi sem gera þau miklu verri en þau voru í rauninni. En það breytir því ekki að ef maður segir einhvern vera apakött eða fífl eða asna þá er bara sjálfsagt að biðjast afsökunar á því. Ég sé alveg jafn mikið eftir þessu kvöldi nú og þá.“

Klaustursmenn.
Klaustursmenn.

Þá segir Kristján að tóninn í Gunnari gefa það ekki til kynna að eftirsjáin sé mikil, þar sem Miðflokksmenn hafi fyrst og fremst gagnrýnt ferli málsins innan Alþingis þegar þeir hafi að undanförnu tjáð sig um málið. 

„Þetta er bara hlutur sem hefur ekki verið sagður til þessa en er svo augljós í gegnum allt ferlið. Ég meina það eru 10, 11 manns búnir að segja sig frá þessu máli vegna vanhæfis. Þá eru eftir tveir í siðanefndinni, annar þeirra var nú þegar búin að lýsa yfir efasemdum um að þetta heyrði undir nefndina, þá er eftir einn sem virðist vera með þetta á hreinu. Ég segi það alveg hiklaust að þegar maður les handritið sem alþingi lét gera, við höfum ekkert nema þetta handrit, við höfum aldrei fengið þessar upptökur og vitum ekki einu sinni hvort að handritið sé rétt. Svo kemur í ljós að það er misræmi á milli þess sem siðanefndin skrifar og hvað er í handritinu.“

Eðlilegt að tónninn sé grimmari 

„Það er ekkert óeðlilegt að að mínu viti að tónninn sé grimmari núna í mér eða okkur gagnvart þessum þætti. Og líka gagnvart þeim fjölmiðlum sem ákváðu að taka þessi samtöl og slíta þau öll í sundur, byggt á ólöglegum upptökum að taka bara einhverja búta og skoða ekkert heildarsamhengið. Það er ekkert undarlegt að menn séu aðeins grimmari í tóninum en það breytist ekkert að maður sér eftir þessu.“

Spyr Kristján þá hvort að Gunnar Bragi telji að Klaustursmálið hafi verið Miðflokknum til framdráttar. 

„Ég veit ekkert hvort þetta hefur verið okkur til framdráttar. Það er engin í stjórnmálum til að vera vinsæll, þú ferð í stjórnmál út af verkum og stefnu og málefnum. Ef að það kemur í ljós eftir tvö ár að stuðningsmenn og kjósendur vilja refsa okkur fyrir þetta þá gera þeir það að sjálfsögðu.“

Upptökurnar engin tilviljun

Gunnar segist vera á þeirri skoðun að upptökurnar hafi ekki verið tilviljanakenndar.

„Ég held að það sé engin tilviljun að þessi upptaka var gerð. Við rökstyðjum það í okkar málflutningi til nefndarinnar að það eru ákveðin atriði þarna sem augljóslega eru ekki hluti af einhverri tilviljun. 

Það er hinsvegar ekki stóra málið í þessu. Stóra málið er að sjálfsögðu það að persónunefnd komst að því að þetta væru ólöglegar upptökur, Alþingi heldur áfram með sitt pólitíska ferli, pólitískir andstæðingar að dæma aðra pólitíska andstæðinga, upptökurnar dæmdar ólöglegar og þá ákveður siðanefndin og forsætisnefndin að styðjast við fjölmiðlaumfjöllun. Nú ætla ég að leyfa mér að segja það að því miður er það nú ekki alltaf þannig að fjölmiðlum sé best treystandi þó að margir vilji meina það,“ segir Gunnar og tekur sem dæmi mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.  

„Þegar að mál Samfylkingarþingmannsins kemur upp sem að var sakaður um og viðurkenndi kynferðislega áreitni, þá flytur Ríkisútvarpið á ákveðnu tímabili um 70 fréttir af mér en 18 fréttir af þessum ákveðna þingmanni. Einhverjir hefðu sagt að þetta sé alvarlegra brot. Á maður að treysta Ríkisútvarpinu til að fjalla óhlutdrægt um þessi mál með þessum hætti, að sjálfsögðu geri ég það ekki.“ 

Segir upptökurnar ekki bera saman við umfjöllun fjölmiðla

Þá bendir Kristján á að forsætisnefnd hafi borið upptökurnar saman við fjölmiðlaumfjöllun til að sannreyna að rétt væri með upplýsingarnar farið. 

Þá segir Gunnar að handriti Alþingis beri ekki saman við fjölmiðlaumfjöllun og spyr hvers vegna þingmennirnir sex hafi ekki fengið upptökurnar þegar þeir óskuðu eftir því, löngu áður en þeim var eytt. 

Klausturbar.
Klausturbar. mbl.is/Hari

Þá hefur Kristján það á orði að Klaustursmenn hafi fremur verið að blása málið upp á neikvæðan hátt í stað þess að reyna að hreinsa sig af málinu. 

„Þetta eru tvö mál að mínu viti. Þetta er annars vegar það sem við segjum þarna og sjáum eftir og hinsvegar þetta ferli sem Alþingi setur af stað. Hvað mig varðar, þá að sjálfsögðu sé ég eftir og það var ekki rétt að tala með þessum hætti, en hinsvegar kemur það ekkert í veg fyrir að ég gagnrýni harkalega þetta ferli sem sett var af stað og er meingallað. Það getur ekki verið eðlilegt að pólitískir andstæðingar dæma annan mann.“

Ummælin um Írisi ekki kynferðisleg

Kristján spyr þá Gunnar hvort að hægt sé að fjalla um málið yfirhöfuð ef ekki sé hægt að komast að samkomulagi um það hver sé háður og hver óháður. 

„Við skulum ekki útiloka að það sé hægt en ég er ekki með lausnina. Mér finnst að siðaviðmið eigi að vera til staðar og einhverjar reglur. Mér finnst mjög bratt að ætla að teygja þessar siðareglur inn á öldurhús, inn á kaffihús, inn á þorrablót. Hvar eru mörkin? 

„Það er mikið talað um orð Bergþórs Ólasonar um Írisi Róbertsdóttur. Ef menn skoða allt það samtal, þá gengur það meira og minna út á að hæla þeirri konu, segja hvað hún hafi verið öflug. Menn segja hinsvegar ókei, hún er ekki nógu sæt eða sexí í dag til hvers? til að leiða Sjálfstæðisflokkinn, af því að þeir munu líta á hana þannig. Þetta var ekki kynferðisleg tilvitnun, þetta var pólitískt. Vegna þess að það er stuðst við einhverjar setningar úr fjölmiðlum sem eru teknar úr samhengi.“

Þá rifjar Kristján upp að á þeim tíma sem Gunnar Bragi var utanríkisráðherra hafi hann komið fram fyrir hönd Íslendinga í umræðum og á viðburðum á alþjóðavettvangi sem sneru að jafnrétti kynjanna. 

„Hvaða ummæli lét ég nákvæmlega falla sem eru á skjön við þetta? spyr Gunnar þá. Þetta breytir ekki sýn minni að það þarf að efla konur og þeirra störf. Nú erum við að sjá frá utanríkisráðuneytinu þar sem aldrei fleiri konur hafa verið í forsvari fyrir sendiskrifstofur. Og það er ekki núverandi ráðherra að þakka, það er þeim sem hér situr að tala við þig, sem fjölgaði konum sem sendiherrum. Ég gerði það ekki vegna þess að ég er einhver kvenhatari, ég gerði það því ég trúi á konur og trúi enn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...