Öflugt eftirlit með umferðinni í dag

Lögregla verður með virkt eftirlit á Suðurlandi í dag, þar …
Lögregla verður með virkt eftirlit á Suðurlandi í dag, þar sem búist er við því að umferðin verði þung í átt að höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Arnþór

Lögreglan á Suðurlandi beinir því til ökumanna að huga að bili á milli ökutækja í umferðinni í dag og hafa athyglina óskipta við aksturinn. Um helgina hefur lögreglan kannað ástand og réttindi um það bil 2.000 ökumanna sem farið hafa um umdæmið og hafa þeir flestir verið til fyrirmyndar.

Einn hefur þó verið kærður frá því í gærmorgun fyrir ölvun við akstur og þremur til viðbótar verið gert að hætta akstri vegna áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt.

„Lögregla mun auka eftirlit í dag á vegum úti og mega ökumenn sem aka frá Landeyjahöfn búast við að vera stöðvaðir og kannað verði með ástand þeirra og réttindi,“ segir í Facebook-færslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert