Verktakinn „aldrei lent í öðru eins“

Nýjar blokkir eldriborgara í Mjódd
Nýjar blokkir eldriborgara í Mjódd mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum frá verktakanum MótX sem stóð að byggingu 68 íbúða í Árskógum fyrir hönd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) skýrist mikil hækkun á kaupverði íbúðanna ekki af kostnaðarauka, eins og FEB hefur haldið fram.

„Það er misskilningur að það sé einhver kostnaðarauki. Kostnaðurinn hefur alltaf legið fyrir en það sem þeir gera er að vanreikna verðmætið. Þeir reikna of lágt verð frá upphafi þar sem þetta er óhagnaðardrifið hjá þeim,“ segir í svari MótX.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kaupendur íbúðanna þurfa nú að greiða mörgum milljónum meira en samþykkt var í kaupsamningi, ætli þeir að fá íbúðirnar afhentar. Staðan hefur mikil áhrif á kaupendur og sömuleiðis á verktakann en stjórnendur hans eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Við erum í raun fórnarlamb rétt eins og kaupendur, bara í hina áttina.“

Sambærilegt mál hefur ekki komið upp á borð MótX áður. „Við höfum aldrei lent í öðru eins, þetta er bara galin staða.“ Fari FEB í þrot vegna málsins mun það koma niður á MótX. „Það segir sig sjálft að 400 milljóna tap í þessu verki kemur við reksturinn hjá okkur.“

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er óvíst hvort MótX geti selt íbúðirnar án aðkomu FEB ef félagið fer í þrot. Enn er óvíst hvort MótX muni leita réttar síns vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »