Lengur í sóttkvínni en áætlað var

Litla-Grá og Litla-Hvít
Litla-Grá og Litla-Hvít Ljósmynd/Sea Life Trust

Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá eru ekki enn fyllilega tilbúnir að hefja nýtt líf í sjókvínni í Klettsvík, en áfram búa þeir sig undir dvölina þar.

Þeir hafa nú dvalið í umönnunarlauginni í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í 50 daga en upphaflega var talið að þeir myndu hljóta þar þjálfun fyrir sjókvína í 45 daga.

„Þegar umönnunarteymið telur mjaldrana tilbúna fyrir dvölina verður tilkynnt hvenær Litlu-Hvít og Litlu-Grá verður sleppt í Klettsvík,“ sagði James Burleigh, markaðsstjóri Sea Life Trust.

Umönnunarteymi mjaldranna annast þá enn reglulega og það heldur áfram að venja þá breyttum aðstæðum. Burleigh sagði að mjaldrarnir hafi komið sér vel fyrir í lauginni og að velferð þeirra sé enn í algjörum forgangi í ferlinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »