Stutt en rafmagnað stopp í Reykjavík

Hjólin vekja vafalítið athygli á þjóðveginum.
Hjólin vekja vafalítið athygli á þjóðveginum. mbl.is/Árni Sæberg

Útvaldir liðsmenn Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, eru nú í hringferð um landið á rafmagnsbifhjólum til að vekja athygli á kostum þess samgöngumáta. Ferðin hófst á Seyðisfirði þangað sem hjólin komu með ferjunni Norrænu, en keyrt er rangsælis um landið á einni viku.

Föruneytið kom til höfuðborgarinnar í dag og sat málþing sem haldið var í höfuðstöðvum Orkuveitunnar. Þar deildu ökumenn reynslu sinni af hjólunum auk þess sem gestir gátu fengið að kynna sér gripina. Nú í kvöld var stefnan sett á Selfoss þar sem hjólin voru til sýnis.

Ráðgert er að hringferðinni ljúki á fimmtudag á Seyðisfirði þar sem hjólin verða send úr landi.

Sniglarnir deildu reynslu sinni af rafmagnshjólunum á málþingi í Orkuveitunni …
Sniglarnir deildu reynslu sinni af rafmagnshjólunum á málþingi í Orkuveitunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnshjólin voru til sýnis við höfuðstöðvar Orkuveitunnar í dag.
Rafmagnshjólin voru til sýnis við höfuðstöðvar Orkuveitunnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnshjólin eru glæsileg.
Rafmagnshjólin eru glæsileg. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is