Vælir ekki yfir veðurguðunum

Óskar Þór Guðmundsson á Fljótsdalsheiðinni í dag.
Óskar Þór Guðmundsson á Fljótsdalsheiðinni í dag. Ljósmynd/Málfríður Ægisdóttir

Norðanáttin hefur gert hjólreiðagarpinum Óskari Þór Guðmundssyni lífið leitt á fyrstu þremur dögum hans yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur.

„Ég er búinn að fá mjög slæmt veður fyrstu þrjá dagana. Það gengur ekki neitt rosalega hratt í augnablikinu en spáin er skárri fyrir morgundaginn og hinn upp á vind að gera,“ segir Óskar Þór, sem var staddur á Fljótsdalsheiðinni „í roki og skemmtilegheitum“ þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans.

Varð að teyma hjólið í rokinu

Þegar til Reykjavíkur er komið mun hann taka þátt í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu 24. ág­úst. Hann hleyp­ur og hjól­ar til styrkt­ar Sam­hjálp. Ferðalagið er 620 kílómetrar í heild sinni og vonaðist hann áður en ferðalagið hófst til að hjóla um 60 til 70 kílómetra dag. Þegar blaðamaður ræddi við hann hafði hann lokið um 100 km. Fyrsta daginn hjólaði hann 55 km og þann næsta fór hann 42. „Það er stutt síðan ég byrjaði að hjóla í dag því það er búið að vera svo hvasst,“ segir Óskar Þór, sem þurfti að teyma hjólið hluta af gærdeginum þegar rokið er hvað mest. „Við stjórnum þessu ekki, það eru veðurguðirnir. Það þýðir ekkert að vera að væla yfir því.“

Aðspurður segir hann að kalt hafi verið í veðri. „Það snjóar bara hérna í fjöllin. Það er ekkert voðalega hlýtt en manni verður ekki kalt á meðan maður er að hjóla. En það er vonandi að veðurguðirnir fari að láta norðanrokinu linna.“

Óskar Þór hjólar í átt að Laugarfelli. Við það stendur ...
Óskar Þór hjólar í átt að Laugarfelli. Við það stendur samnefndur fjallaskáli þar sem staðarhaldari bauð þeim gistingu síðastliðna nótt, sem þau voru mjög þakklát fyrir. Ljósmynd/Málfríður Ægisdóttir

„Það er þrjóska í honum“

Konan hans, Málfríður Ægisdóttir, keyrir bæði á undan og eftir honum á jeppa. Þar getur hann hlýjað sér og tekið sér matarpásur, auk þess sem jeppinn er búinn þaktjaldi þar sem hann getur sofið.

Málfríður segir að norðanáttin hafi reynst manni sínum erfið. Hann hafi fengið hana í fangið bæði í gær og fyrradag. „Ég vildi taka hann í bílinn í Bessastaðabrekku en hann vildi fara upp á heiðina sjálfur. Það er þrjóska í honum,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:16 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur að hefjast í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er að hefjast í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...