Ekki öll nótt úti í ferðaþjónustunni

Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða.
Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustufyrirtækið Tröllaferðir skilaði 122 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 3,7 milljónir árið áður. Tekjur félagsins námu 966 milljónum króna í fyrra, en voru 431 árið 2017. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Ingólfur Ragnar Axelsson frumkvöðull stofnaði félagið árið 2016 og lagði það í upphafi áherslu á sérhæfðar dagsferðir. Síðar var jöklagöngum bætt við og í fyrra hóf fyrirtækið að bjóða upp á köfun í Silfru og íshellaferðir í Skaftafelli, Breiðamerkurjökli og Mýrdalsjökli.

Hefur fyrirtækið í sífellu fært út kvíarnar og nú stendur til að bæta við hringferðum um landið, sex og átta daga ferðum þar sem komið verður við á helstu stöðum: Akureyri, Egilsstöðum, við Mývatn, Höfn og víðar. Ingólfur segist eiga von á um 3.000 ferðalöngum í hringferðirnar í vetur og þeir verði vafalaust búbót fyrir landsbyggðina enda löngum talað um mikilvægi þess að koma ferðamönnum út á land.

Alls voru viðskiptavinir Tröllaferða um 100.000 í fyrra. Á sumrin njóta köfun og jöklaferðir mestra vinsælda, en á veturna eru það dagsferðir út á land og ferðirnar inn í íshella, sem þykja einstakt sjónarspil, sem njóta mestrar hylli. 

Umræðan á Íslandi of öfgakennd

Undanfarið hafa fréttir borist af erfiðara rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, en meðal annars lítur út fyrir talsverða fækkun ferðamanna á þessu ári. Þá hefur verið talað um að hagræða þurfi í greininni, en nýleg tilkynning um sameiningu tveggja rútufyrirtækja er dæmi þar um.

Spurður hvernig fyrirtækinu hafi tekist að vaxa jafnmikið og raun ber vitni þvert á stöðu markaðarins í heild, segir Ingólfur enga snilligáfu skýra það. Þrátt fyrir fækkun sæki enn um tvær milljónir manna landið heim árlega. Mikill vöxtur hafi verið á heimsvísu í svokölluðum „sjálfstæðum ferðalöngum“ (Free independent travellers, FIT) sem bóki ferðir á eigin vegum, í stað þess að skipta við ferðaskrifstofur.

Ingólfur segir umræðunni um ferðaþjónustu hætta til að verða of öfgakennd. Þótt vöxtur undangenginna ára sé hættur og einhver samdráttur blasi við, með tilheyrandi erfiðleikum fyrir mörg fyrirtæki, gangi öðrum vel. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það eru margir sem hafa atvinnu af ferðaþjónustunni. Hjá Tröllaferðum starfa um 100 manns við að gera það sem þeim finnst skemmtilegast,“ segir Ingólfur.

Söluþóknun markaðstorga 15-30%

Yfirbygging Tröllaferða er lítil og skrifstofan telur aðeins fimm starfsmenn. Þess í stað vinnur fyrirtækið náið með markaðstorgum á borð við Guide to Iceland, stærsta markaðstorgi landsins í ferðaþjónustu, en fyrirtækið kynnir meðal annars og selur ferðamönnum Íslandsferðir sem önnur fyrirtæki halda úti. Guide to Iceland er umsvifamesta fyrirtækið í þeim bransa hér á landi, og greiddi í fyrra 600 milljónir króna í arð.

Undanfarið hefur talsverð umræða átt sér stað varðandi söluþóknanir í tengslum við ferðaþjónustuna, bæði varðandi gistingu og afþreyingu. Sá kostnaður er oftast 15-30% eftir því hvaða þjónusta er seld. Spurður út í þessa þókun og hvernig hún komi við fyrirtækið segir Ingólfur að þetta samstarf sé mikilvægt og að Tröllaferðir hafi talið hagstæðara að vinna með markaðstorgum frekar en að reyna að halda úti eigin söluskrifstofu, þótt auðvitað væri æskilegast að fleiri ferðir væru seld­ar beint í gegn­um heimasíðu fé­lags­ins.

Miklu skipti að halda viðskiptavinum ánægðum, enda séu sáttir kúnnar besta auglýsingin. Ingólfur segist hreykinn af þeirri staðreynd að fyrirtækið komi best út af íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum á vefsíðunni TripAdvisor, sem heldur utan um umsagnir viðskiptavina ýmissa fyrirtækja, hvort heldur það eru afþreyingarfyrirtæki, veitingastaðir eða annað.

Tæp 94% viðskiptavina fyrirtækisins gefi því fimm stjörnur af fimm mögulegum á vefnum, og 4% fjórar stjörnur af fimm, en einungis 2% viðskiptavina gefa fyrirtækinu lægra skor.

Ferðaþjónusta komin til að vera

Spurður út í komandi misseri í ferðaþjónustunni segir Ingólfur að þótt ljóst sé að aðeins hafi kreppt að í ár geri hann ráð fyrir að 2019 verði áfram mjög gott ár hjá fyrirtækinu.  „Það eru aðilar sem bjóða upp á gæði sem njóta góðs af og ég tel að Tröllaferðir, með þau gæði sem við bjóðum upp á, muni halda áfram að vaxa umfram markaðinn,“ segir Ingólfur.

Segir hann að óstöðugur gjaldmiðill og óvissa á flugmarkaði geri það reyndar að verkum að erfitt sé að spá langt fram í tímann, en afþreyingartengd ferðaþjónusta gangi vel og sé ört stækkandi bæði hér heima og í öllum heiminum. Þá sé fyrirtækið í auknum mæli að horfa til Kínamarkaðar og ber Ingólfur vonir til þess að sá markaður muni stækka í hérlendri ferðaþjónustu á komandi árum. „Eitt er ljóst að ferðaþjónustan er komin til að vera.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »

Laun ríkisforstjóra hækkað um fjórðung

Í gær, 16:42 Laun forstjóra hjá ríkisstofnunum hafa hækkað um nánast fjórðung síðan ákvarðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra stofnana sem forstjórarnir stjórna fyrir tæpum tveimur árum. Laun forstjóra Landbankans hafa hækkað um rúmlega 1,7 milljónir síðan í júní 2017. Meira »

Verðið oftast lægst hjá A4

Í gær, 16:20 Verð á notuðum námsbókum fyrir framhaldsskólanema voru oftast lægst í A4 samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var 15. ágúst. Meira »

Dagur í skýjunum með daginn

Í gær, 15:55 Dagur B. borgarstjóri er hinn ánægðasti með Gleðigönguna í ár, þá fjölmennustu hingað til. Fjörið er að ná hámarki í Hljómskálagarðinum og á vafalaust eftir að standa fram á regnbogalitaða nótt. Meira »

Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Í gær, 15:30 Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin. Meira »

Allt brjálað af gleði á Lækjargötu

Í gær, 15:07 Gleðigangan er komin alla leið niður í Hljómskálagarð og þeir sem biðu hennar fyrir utan MR tóku henni mjög vel þegar hún átti þar leið hjá. Nú eru það tónleikar í sólinni. Meira »

Bíll dreginn úr Hvalfjarðargöngum

Í gær, 14:27 Bifreið bilaði í Hvalfjarðargöngunum skömmu eftir hádegi og var göngunum lokað um stund af þeim sökum.   Meira »

Gunni og Felix fremstir í flokki

Í gær, 14:01 Gunni og Felix eru kapteinar á Gunna og Felix vagninum. Átta dansarar, einn plötusnúður og stór diskókúla. „Þetta er auðvitað bara ein stór fjölskylda,” segir Gunni. Gleðigangan er farin af stað frá Hallgrímskirkju. Meira »
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....