Hinsegin tónlist og tímabundin tattú

Una Torfadóttir.
Una Torfadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Baráttu- og tónlistarkonan Una Torfadóttir hefur lengi verið dugleg að semja ljóð og texta. Í grunnskóla samdi hún verkið Elsku stelpur sem hún flutti ásamt öðrum stúlkum fyrir hönd Hagaskóla í Skrekk og sem vakti mikla athygli. Í kvöld mun hún flytja frumsamda hinsegin tónlist í tilefni tuttugustu Hinsegin daga á Íslandi. 

„Hinsegin tónlist fyrir mér er bara tónlist eftir hinsegin fólk. Hún má fjalla um hvað sem er, það sem skiptir máli er að hlusta á hinsegin listafólk og sjá heiminn með þeirra augum, og að heimurinn er stærri en svefnherbergi. Hinsegin líf er margþætt og hinsegin tónlist fjölbreytt eftir því,“ segir Una í samtali við mbl.is. 

„Þetta eru í rauninni fyrstu Hinsegin dagarnir sem ég tek þátt í síðan ég kom út úr skápnum. Ég hef verið að vinna mikið úti á landi eða á ferðalögum síðustu sumur þannig ég hef ekkert komist í gleðina í nokkur ár og er rosalega spennt. Þetta er mjög spennandi allt saman.“

Samið ljóð og texta síðan hún man eftir sér

Una er 19 ára gömul og útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor. Hún segist lengi hafa dundað sér við að semja ljóð og sögur og að í efstu bekkjum grunnskóla hafi hún farið að semja tónlist. 

Una Torfadóttir.
Una Torfadóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Ég byrjaði að semja tónlist af einhverju viti þegar ég var í níunda bekk í grunnskóla. Lögin sem ég er að flytja í kvöld eru bæði gömul og ný. Ég hugsaði að þetta væri kjörið tækifæri til að setja af stað tónleika sem ég hef lengi hugsað um að halda. Og gera það einmitt við þetta tilefni, Hinsegin daga. Ég er búin að vera að skrifa bara alveg síðan ég man eftir mér, sögur og ljóð og allskonar.“

Una segist lýsa tónlist sinni sem Indí-poppi og hún semur texta sína við lögin á íslensku. Vill hún með lögum sínum minna fólk á að ást er allskonar. „Textarnir eru mjög persónulegir og fjalla aðallega um ástina og lífið,“ segir Hún. 

Persónulegar upplifanir af ást og erfiðleikum

Aðspurð hvort að ljóðin sem Una flytur í kvöld eigi margt sameiginlegt með Elsku stelpum segir hún svo ekki vera. 

Una á lagasmíðakeppni MR.
Una á lagasmíðakeppni MR. Ljósmynd/Hrefna Svavars

„Ég myndi ekki segja það. Þetta er í rauninni miklu persónulegra og um mig og mínar upplifanir af ástinni og erfiðleikum og höfnun, en líka gleðinni. Þetta er í rauninni einstaklingssjónarmið einnar stelpu á meðan Elsku stelpur er miklu meira universal og fjallar um þessa heildarupplifun stelpna á Íslandi.“

Elsku stelpur vakti mikla athygli á sínum tíma, en í atriðinu er deilt hart á feðraveldið, karlrembu og kyngervingu stúlkna. Í kjölfarið af Elsku stelpur hélt Una, ásamt Margréti Snorradóttur vinkonu sinni, TEDx-spjall hér í Reykjavík sem bar yfirskriftina „Þegar stelpur taka pláss“.

Stelpur styrkja hvor aðra

Jafnréttisbarátta er Unu afar hugleikin. Hún er mikill femínisti og hélt meðal annars þrumuræðu á Austurvelli á kvennafrídeginum fyrir þremur árum. 

„Elsku stelpur gaf mér mjög aukið sjálföryggi, bæði sem penni en líka bara sem stelpa. Það getur verið mjög erfitt að trana sér fram í þessum bransa sem er mjög karllægur og að þora að taka af skarið. Það sem Elsku stelpur kenndi mér einna helst var hvað ég bý vel að þekkja allar þessar sterku stelpur í kringum mig.

„Í undirbúningum fyrir þessa tónleika er ég búin að fá gríðarlega mikla hjálp frá vinkonum mínum sem hafa enga sérstaka reynslu af því að setja upp tónleika, en við hjálpumst að og finnum alltaf leiðir til að styrkja hvor aðra. Það er eitthvað sem Elsku stelpur kenndi mér.“

Una segist hafa lagt mikið upp úr því að hafa tónleikana í kvöld ókeypis. Hún fékk þó þá hugmynd að selja tattú-myndir eftir sjálfa sig fyrir áhugasama. Tónleikarnir bera yfirskriftina Annars konar og fara fram á Loft hostel klukkan níu í kvöld. 

„Ég ætla að selja svona tímabundin tattú eins og maður fékk í tyggjópökkum þegar maður var yngri. Þá getur fólk fengið smá bút af minni hönnun og tekið með sér út í næsta dag.“
mbl.is

Innlent »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...