Óvenjufá banaslys í ár

Þrír hafa látist í bílslysum á Íslandi það sem af ...
Þrír hafa látist í bílslysum á Íslandi það sem af er ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári og er það töluvert minna en undanfarin ár. Frá aldamótum til ársloka í fyrra dóu 338 í bílslysum á Íslandi, eða að meðaltali 18,8 á ári. Í fyrra létust 15, þar af þrír í janúarmánuði einum.

Því er ljóst að um töluvert frávik er að ræða í ár, en aðeins einu sinni á bílaöld hafa álíka fáir látist í umferðinni. Það var árið 2014 þegar fjórir létust.

Samgöngustofa hefur útbúið nákvæma greiningu á bílslysum fyrstu fimm mánaða ársins og má nálgast slysatölur hér. Í samtali við mbl.is segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri stofnunarinnar, að þótt jákvætt sé að banaslys séu jafn fá og raun ber vitni, sé verra að alvarleg slys standi nokkurn veginn í stað frá fyrra ári. 67 slösuðust alvarlega í umferðinni á fyrstu fimm mánuðum ársins, samanborið við 69 á sama tímabili árið áður og 62 árið 2017. 

Banaslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu áratugina, eins og sjá má á kortinu að ofan, en svo virðist sem alvarleg slys standi í stað. Hefur því verið haldið fram að skýringuna sé meðal annars að finna í öruggari bílum, sem verði til þess að menn komist nú lífs af, með alvarlega áverka, úr slysum sem áður hefðu verið banvæn.

Þórhildur segir erfitt að draga ályktanir af fáum banaslysum það sem af er ári. Fjöldi banaslysa sé það lágur að dreifnin er mikil, þ.e. fjöldinn sveiflast nokkuð á milli ára. „Við sáum til dæmis óvenjufá banaslys árið 2014 [þegar fjórir létust] og vonuðum að það hefði einhverja þýðingu fyrir framtíðina,“ segir Þórhildur. Næstu ár á eftir hafi hins vegar álíka margir látist og fyrri ár.

mbl.is/Kort

Sem fyrr segir hafa að meðaltali 18,8 látið lífið í bílslysum á ári, það sem af er öldinni. Markmið stjórnvalda kveða á um að Ísland verði á meðal þeirra landa þar sem fæstir deyja í umferðinni miðað við höfðatölu. Þann lista toppa Norðmenn en 108 létust í umferðarslysum þar í landi í fyrra, og 106 árið áður. Jafngildir það því að sjö dæju á Íslandi, sem er töluvert undir meðaltali síðustu ára á Íslandi en gæti náðst í ár.

Ungir ökumenn betri en áður

Þórhildur segir ýmis jákvæð teikn á lofti í umferðarþróun. Nefnir hún sérstaklega fækkun alvarlegra umferðarslysa þar sem ungir ökumenn eiga í hlut. Fyrstu fimm mánuði ársins hafi slík slys verið fjögur, en þau voru átta á sama tíma í fyrra, og 26 fyrstu fimm mánuði ársins 2008 svo ýkt dæmi sé valið.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.
Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ljósmynd/Samgöngustofa

Segir Þórhildur að nú sé þjóðin að uppskera vegna þess aukna krafts sem lagður hefur verið í fræðslu ungra ökumanna, jafnvel löngu áður en þeir fá bílpróf. Þau, sem nú fá bílpróf, hafi fengið umferðarfræðslu frá unga aldri til dæmis í formi bóka fræðsluefnis frá Samgöngustofu sem send eru öllum grunnskólabörnum. Þá hafi ökuskóli 3, þar sem ökumenn fá að reyna sig við krefjandi aðstæður, verið kærkomin viðbót við ökunámið. 

Eins eru alvarleg slys, sem rekja má til áfengis- og fíkniefnaaksturs, mun færri í ár en undanfarið. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var ekkert alvarlegt slys rakið til fíkniefnaaksturs og aðeins eitt vegna ölvunaraksturs, samanborið við fimm og átta á sama tíma í fyrra.

Slysin séu betri mælikvarði á tíðni ölvunar- og fíkniefnaaksturs en tölur um hve marga lögregla stendur að verki, enda ráðist þær af eftirliti á hverjum tíma.

Flest slys af mannavöldum

Þórhildur segir mikilvægt að hafa í huga að langflest umferðarslys megi rekja til mannlegra mistaka, sem oft og tíðum megi koma í veg fyrir með varfærnara aksturslagi. Mikilvægt sé að haga akstri eftir aðstæðum og fylgja hraðatakmörkunum. Þá bendir hún á að oft sé lítill ávinningur af því að keyra of hratt; aðeins þremur mínútum munar til að mynda á ferðalagi milli Reykjavíkur og Selfoss eftir því hvort ekið er á 90 eða 100 kílómetra hraða, þegar komið er út fyrir borgarmörkin.

Töluverð fækkun hefur orðið á slysum vegna framanákeyrslu, sem oftast stafar af misheppnuðum tilraunum til að taka fram úr öðrum bílum. Eftir stendur að mikið er um aftanákeyrslur, en þeim mætti fækka með því að huga betur að bili á milli bíla. Miðað er við að bil á milli bíla jafngildi um 4-5 sekúndum í akstri, en það eru 100-125 metrar ef keyrt er á 90. 100 metrar jafngilda bilinu á milli tveggja stika á þjóðvegum.

mbl.is

Innlent »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »

„Landsbyggðin hefur setið eftir“

13:54 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur hrundið í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Meira »

4,5 milljarða endurbætur dragi úr mengun

13:36 Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík, sem áður var í eigu United Silicon, munu draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni, þar með talið lyktarmengun í nærliggjandi íbúðabyggð. 10% aukning verður á heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum er verksmiðjan verður gangsett. Meira »

Sjötíu ný stúdentaherbergi á lóð HÍ

13:13 Stúdentaíbúðir munu rísa á lóð Háskóla Íslands við Gamla-Garð samkvæmt breyttu deiliskipulagi sem borgarráð samþykkti í gær.  Meira »

Austasti hluti Reynisfjöru áfram lokaður

12:45 Austasti hluti Reynisfjöru verður áfram lokaður þar sem enn er hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa frá lögreglunni á Suðurlandi, rekstraraðilum í Svörtu-Fjöru, hluta landeigenda í Reynisfjöru, sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fulltrúum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar. Meira »

Tveir dómarar við Hæstarétt að hætta

12:39 Tveir dómarar við Hæstarétt Íslands hafa beðist lausnar frá störfum, þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Dómsmálaráðherra kynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn fötluðum konum

12:34 55 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum fötluðum konum, en hann var í vikunni úrskurðaður í nágunarbann gagnvart einni þeirra. Konurnar krefja manninn um tíu milljónir króna í miskabætur. Meira »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...