Dauðsföllum fækkað en slysum ekki

Banaslysum hefur fækkað það sem af er öld, en alvarlegum ...
Banaslysum hefur fækkað það sem af er öld, en alvarlegum slysum lítið sem ekkert. mbl.is/Styrmir Kári

Níu eru látnir í umferðinni það sem af er ári. Þetta eru svipaðar tölur og á sama tíma í fyrra þegar átta höfðu látist en meira en í nokkur ár þar á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Öll banaslysin eru í dreifbýli, utan eins sem varð á Arnarnesvegi í janúar. Í gær lést karlmaður í slysi í Hestfirði á Vestfjörðum, en þetta er eina banaslys ársins utan suðvesturhornsins. Hin slysin hafa öll verið á einbreiðum köflum í nágrenni höfuðborgarinnar. Fjöldi banaslysa í umferðinni hefur verið nokkuð stöðugur ef litið er nokkur ár aftur í tímann, 15-18 slys á ári, ef frá er talið árið 2014 þegar einungis fjórir létust í umferðinni.

Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna og aukna umferð um allt land hefur þróunin í meginatriðum verið sú að banaslysum hefur fækkað. Á áttunda og níunda áratugnum dóu að meðaltali 25 í bílslysum á landinu, en á þeim tíunda var fjöldinn 20.

Öll banaslys ársins nema eitt hafa verið á Suðvesturlandi.
Öll banaslys ársins nema eitt hafa verið á Suðvesturlandi. Kort/mbl.is

Betur má ef duga skal, en markmið stjórnvalda gera ráð fyrir að dauðsföll miðað við höfðatölu verði með því lægsta sem gerist í heiminum. Þann lista toppa Norðmenn en 106 létust í umferðarslysum þar í landi í fyrra og 135 árið áður. Það jafngildir því að á Íslandi væru um sjö banaslys á ári, innan við helmingur þess sem verið hefur undanfarin ár.

Þórhildur Elín Elínarsdóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir markmiðið þó eiga að vera raunhæft. „Ég held það. Við eigum að setja markið hátt. En það þýðir auðvitað ekki bara að ákveða. Áætlanir þurfa að fylgja.“

Hún bendir á að mikill árangur hafi náðst í fækkun sjóslysa á Íslandi. „Við sjáum það að mörg undanfarin ár hafa verið banaslysalaus á sjó. Það er bylting frá því sem áður var þegar það var næstum litið á sem náttúrulögmál að tugir manna færust í sjóslysum á hverju ári,“ segir Þórhildur. En núllsýnin, hugmyndin um engin banaslys, skili sér.

Þórhildur Elín Elínardóttir.
Þórhildur Elín Elínardóttir. Ljósmynd/Samgöngustofa

Í því skyni nefnir hún einkum fræðslu og tillitsemi í umferð, sem sé atriði sem hafi ekki fengið nægilega athygli. „Fólk verður að átta sig á að við erum mörg sem notum samgöngukerfið og á alls konar farartækjum: bílum, hjólum, gangandi. Fólk þarf að gera ráð fyrir þeim öllum.“

Þá sé mikilvægt að hafa nægt bil á milli bíla. „Ef þú ert að safna bílum fyrir aftan þig, finndu þér útskot og hleyptu þeim fram úr,“ segir Þórhildur og bendir á skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kom út á dögunum en þar er vikið að hættunni sem fylgir því að hafa of lítið bil milli bíla.

Miðað er við að fjarlægð milli bíla sé ekki minni en sem nemur þremur sekúndum í akstri. Það jafngildir 75 metrum, sé keyrt á 90 kílómetra hraða, en 42 metrum, sé keyrt á 50, svo dæmi séu tekin. 

Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur hefur fylgst með ástandi vega innanlands og í Evrópu um árabil. Hann segir Ísland vera langt frá því að ná þeim markmiðum og raunar hafi slysum fjölgað á síðustu árum hérlendis á sama tíma og þeim hafi fækkað annars staðar í álfunni og í heiminum öllum. Í stuttu máli megi kenna hrakandi vegakerfi um. Slit í malbiki, brot í vegum og hjólfaramyndun séu hættuefni og geri það að verkum að bílar fái á sig hliðarátak sem getur orðið til þess að þeir velti, sérstaklega í hálku.

Ólafur segir að ekki gangi að líta einungis á banaslys heldur verði einnig að líta til alvarlegra slysa og telja þau með. „Við höfum séð frá aldamótum að bílar eru miklu öruggari en þeir voru. Þetta verður til þess að fólk sem áður hefði dáið í slysi lifir nú af, en slasast þó alvarlega. Þetta er ekki vegakerfinu eða stjórnmálamönnum að þakka. Ef við eigum að þakka einhverju þá eru það betri bílar.“

Eins og sjá má á kortinu hér að ofan er lítil breyting á fjölda alvarlegra slysa síðustu ár þótt dauðsföllum hafi sannarlega fækkað.

Hraði of mikill miðað við aðstæður

Hámarkshraði í dreifbýli á Íslandi er 90 kílómetrar á klukkustund á helstu vegum óháð gæðum þeirra. Ólafur segir að í mörgum tilfellum sé það allt of mikill hraði. „Flestir vegir í Evrópu sem eru á svipuðu kalíberi eru með hámarkshraða upp á kannski 70.“

Tvennt er í stöðunni eigi að fækka banaslysum, að mati Ólafs. Annars vegar sé hægt að laga vegakerfið, en það taki tíma. Hins vegar megi lækka hámarkshraða á vegum og það megi gera strax. „Austur fyrir Þjórsá ættum við ekki að leyfa 90.“ 

Ólafur tekur dæmi af veginum um Hestfjörð þar sem karlmaður lést í gær. Sá vegur fær eina stjörnu af fimm í úttekt EuroRAP, samtaka bifreiðaeigendafélaga í Evrópu, sem hafa tekið út vegakerfið á Íslandi og gefið hverjum vegi einkunn. Engu að síður sé þar 90 kílómetra hámarkshraði.

Ólafur Kr. Guðmundssyni, til vinstri, ásamt Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Ólafur Kr. Guðmundssyni, til vinstri, ásamt Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Spurð út í fullyrðingar Ólafs segir Þórhildur erfitt að alhæfa um vegakerfi á milli landa enda séu reglur ólíkar og staðbundnari en t.d. reglur í flugi eða á sjó, sem eru jafnan alþjóðlegar. Þórhildur segir hugmyndir um lækkaðan hámarkshraða á vissum vegum oft hafa komið til tals en bendir þó að slíkar ákvarðanir séu að lokum í höndum Alþingis. „En ákvörðun ökumanns um að fara eftir settum reglum myndi hjálpa okkur mest,“ segir Þórhildur og bendir á að núverandi reglum um hámarkshraða sé oft ekki fylgt.

Athygli vekur að hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur farið stigvaxandi allt frá upphafi bílaaldar. Fram undir seinni heimsstyrjöld voru banaslys í dreifbýli einungis um 20% banaslysa, en á árunum 2005-2014 var hlutfallið komið yfir 70% og það sem af er ári hafa öll banaslys verið í dreifbýli, utan eins sem varð á Arnarnesvegi í janúar. Ólafur segir þessa tölfræði renna stoðum undir mál hans. Vegakerfið ráði ekki við hraðann á þjóðvegunum.

Þórhildur segir þó ekki hægt að líta fram hjá því að fjöldi erlendra ferðamanna í umferðinni hafi aukist mikið og þeir séu gjarnari á að lenda í slysum en aðrir. „Ferðafólk er ný breyta í umferðinni. Nú erum við með fólk sem er vant annars konar aðstæðum, sem eru stundum allt öðruvísi en hér.“ Það kunni að skýra hlutfallslega aukningu landsbyggðarslysa.

Gæti orðið fyrsta alvöruhraðbrautin

Reykjanesbrautin var áður mesta slysagildra landsins og voru banaslys í umferðinni nær árlegur viðburður. Á árunum 2000 til 2003 létust 11 manns á Reykjanesbrautinni og varð það til þess að fjölmennur hópur áhugafólks um örugga Reykjanesbraut hóf baráttu fyrir tvöföldun vegarins í janúar 2001. Sú barátta skilaði sér í að fyrsta skóflustungan að tvöfaldri braut var tekin 11. janúar 2003.

Fyrsti hluti tvöföldunarinnar, frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar og fram hjá Vogum, um 12 kílómetra spotti, var opnaður ári síðar og síðari áfangi árið 2008. Ekkert banaslys hefur orðið á tvöfalda kafla vegarins.

Reykjanesbrautin er sá vegur sem fær hæstu einkunn í fyrrnefndri úttekt EuroRAP, á bilinu þrjár til fimm stjörnur eftir vegköflum. Enn eru þó hættulegir ljósastaurar öðrum megin vegarins og eftir á að ljúka við tvöföldun. Að mati Ólafs ætti að ljúka henni sem fyrst. Með því gæti Reykjanesbraut talist fyrsta alvöruhraðbraut Íslendinga og mætti þá skoða að hækka hámarkshraðann í 110 kílómetra á klukkustund. „Þetta snýst um að hámarkshraða sé hagað eftir aðstæðum.“

Ekki þyrfti mikið til að Reykjanesbrautin yrði almennileg hraðbraut, að ...
Ekki þyrfti mikið til að Reykjanesbrautin yrði almennileg hraðbraut, að mati Ólafs. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
Húsbíll
Húsbill árg 90, einn með flest öllu sem til þarf, með sólarsellum sjónvarp V 1.6...
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Unaðsvörur , ódýrar kynl...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...