Dauðsföllum fækkað en slysum ekki

Banaslysum hefur fækkað það sem af er öld, en alvarlegum ...
Banaslysum hefur fækkað það sem af er öld, en alvarlegum slysum lítið sem ekkert. mbl.is/Styrmir Kári

Níu eru látnir í umferðinni það sem af er ári. Þetta eru svipaðar tölur og á sama tíma í fyrra þegar átta höfðu látist en meira en í nokkur ár þar á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Öll banaslysin eru í dreifbýli, utan eins sem varð á Arnarnesvegi í janúar. Í gær lést karlmaður í slysi í Hestfirði á Vestfjörðum, en þetta er eina banaslys ársins utan suðvesturhornsins. Hin slysin hafa öll verið á einbreiðum köflum í nágrenni höfuðborgarinnar. Fjöldi banaslysa í umferðinni hefur verið nokkuð stöðugur ef litið er nokkur ár aftur í tímann, 15-18 slys á ári, ef frá er talið árið 2014 þegar einungis fjórir létust í umferðinni.

Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna og aukna umferð um allt land hefur þróunin í meginatriðum verið sú að banaslysum hefur fækkað. Á áttunda og níunda áratugnum dóu að meðaltali 25 í bílslysum á landinu, en á þeim tíunda var fjöldinn 20.

Öll banaslys ársins nema eitt hafa verið á Suðvesturlandi.
Öll banaslys ársins nema eitt hafa verið á Suðvesturlandi. Kort/mbl.is

Betur má ef duga skal, en markmið stjórnvalda gera ráð fyrir að dauðsföll miðað við höfðatölu verði með því lægsta sem gerist í heiminum. Þann lista toppa Norðmenn en 106 létust í umferðarslysum þar í landi í fyrra og 135 árið áður. Það jafngildir því að á Íslandi væru um sjö banaslys á ári, innan við helmingur þess sem verið hefur undanfarin ár.

Þórhildur Elín Elínarsdóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir markmiðið þó eiga að vera raunhæft. „Ég held það. Við eigum að setja markið hátt. En það þýðir auðvitað ekki bara að ákveða. Áætlanir þurfa að fylgja.“

Hún bendir á að mikill árangur hafi náðst í fækkun sjóslysa á Íslandi. „Við sjáum það að mörg undanfarin ár hafa verið banaslysalaus á sjó. Það er bylting frá því sem áður var þegar það var næstum litið á sem náttúrulögmál að tugir manna færust í sjóslysum á hverju ári,“ segir Þórhildur. En núllsýnin, hugmyndin um engin banaslys, skili sér.

Þórhildur Elín Elínardóttir.
Þórhildur Elín Elínardóttir. Ljósmynd/Samgöngustofa

Í því skyni nefnir hún einkum fræðslu og tillitsemi í umferð, sem sé atriði sem hafi ekki fengið nægilega athygli. „Fólk verður að átta sig á að við erum mörg sem notum samgöngukerfið og á alls konar farartækjum: bílum, hjólum, gangandi. Fólk þarf að gera ráð fyrir þeim öllum.“

Þá sé mikilvægt að hafa nægt bil á milli bíla. „Ef þú ert að safna bílum fyrir aftan þig, finndu þér útskot og hleyptu þeim fram úr,“ segir Þórhildur og bendir á skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kom út á dögunum en þar er vikið að hættunni sem fylgir því að hafa of lítið bil milli bíla.

Miðað er við að fjarlægð milli bíla sé ekki minni en sem nemur þremur sekúndum í akstri. Það jafngildir 75 metrum, sé keyrt á 90 kílómetra hraða, en 42 metrum, sé keyrt á 50, svo dæmi séu tekin. 

Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur hefur fylgst með ástandi vega innanlands og í Evrópu um árabil. Hann segir Ísland vera langt frá því að ná þeim markmiðum og raunar hafi slysum fjölgað á síðustu árum hérlendis á sama tíma og þeim hafi fækkað annars staðar í álfunni og í heiminum öllum. Í stuttu máli megi kenna hrakandi vegakerfi um. Slit í malbiki, brot í vegum og hjólfaramyndun séu hættuefni og geri það að verkum að bílar fái á sig hliðarátak sem getur orðið til þess að þeir velti, sérstaklega í hálku.

Ólafur segir að ekki gangi að líta einungis á banaslys heldur verði einnig að líta til alvarlegra slysa og telja þau með. „Við höfum séð frá aldamótum að bílar eru miklu öruggari en þeir voru. Þetta verður til þess að fólk sem áður hefði dáið í slysi lifir nú af, en slasast þó alvarlega. Þetta er ekki vegakerfinu eða stjórnmálamönnum að þakka. Ef við eigum að þakka einhverju þá eru það betri bílar.“

Eins og sjá má á kortinu hér að ofan er lítil breyting á fjölda alvarlegra slysa síðustu ár þótt dauðsföllum hafi sannarlega fækkað.

Hraði of mikill miðað við aðstæður

Hámarkshraði í dreifbýli á Íslandi er 90 kílómetrar á klukkustund á helstu vegum óháð gæðum þeirra. Ólafur segir að í mörgum tilfellum sé það allt of mikill hraði. „Flestir vegir í Evrópu sem eru á svipuðu kalíberi eru með hámarkshraða upp á kannski 70.“

Tvennt er í stöðunni eigi að fækka banaslysum, að mati Ólafs. Annars vegar sé hægt að laga vegakerfið, en það taki tíma. Hins vegar megi lækka hámarkshraða á vegum og það megi gera strax. „Austur fyrir Þjórsá ættum við ekki að leyfa 90.“ 

Ólafur tekur dæmi af veginum um Hestfjörð þar sem karlmaður lést í gær. Sá vegur fær eina stjörnu af fimm í úttekt EuroRAP, samtaka bifreiðaeigendafélaga í Evrópu, sem hafa tekið út vegakerfið á Íslandi og gefið hverjum vegi einkunn. Engu að síður sé þar 90 kílómetra hámarkshraði.

Ólafur Kr. Guðmundssyni, til vinstri, ásamt Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Ólafur Kr. Guðmundssyni, til vinstri, ásamt Özuri Lárussyni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Spurð út í fullyrðingar Ólafs segir Þórhildur erfitt að alhæfa um vegakerfi á milli landa enda séu reglur ólíkar og staðbundnari en t.d. reglur í flugi eða á sjó, sem eru jafnan alþjóðlegar. Þórhildur segir hugmyndir um lækkaðan hámarkshraða á vissum vegum oft hafa komið til tals en bendir þó að slíkar ákvarðanir séu að lokum í höndum Alþingis. „En ákvörðun ökumanns um að fara eftir settum reglum myndi hjálpa okkur mest,“ segir Þórhildur og bendir á að núverandi reglum um hámarkshraða sé oft ekki fylgt.

Athygli vekur að hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur farið stigvaxandi allt frá upphafi bílaaldar. Fram undir seinni heimsstyrjöld voru banaslys í dreifbýli einungis um 20% banaslysa, en á árunum 2005-2014 var hlutfallið komið yfir 70% og það sem af er ári hafa öll banaslys verið í dreifbýli, utan eins sem varð á Arnarnesvegi í janúar. Ólafur segir þessa tölfræði renna stoðum undir mál hans. Vegakerfið ráði ekki við hraðann á þjóðvegunum.

Þórhildur segir þó ekki hægt að líta fram hjá því að fjöldi erlendra ferðamanna í umferðinni hafi aukist mikið og þeir séu gjarnari á að lenda í slysum en aðrir. „Ferðafólk er ný breyta í umferðinni. Nú erum við með fólk sem er vant annars konar aðstæðum, sem eru stundum allt öðruvísi en hér.“ Það kunni að skýra hlutfallslega aukningu landsbyggðarslysa.

Gæti orðið fyrsta alvöruhraðbrautin

Reykjanesbrautin var áður mesta slysagildra landsins og voru banaslys í umferðinni nær árlegur viðburður. Á árunum 2000 til 2003 létust 11 manns á Reykjanesbrautinni og varð það til þess að fjölmennur hópur áhugafólks um örugga Reykjanesbraut hóf baráttu fyrir tvöföldun vegarins í janúar 2001. Sú barátta skilaði sér í að fyrsta skóflustungan að tvöfaldri braut var tekin 11. janúar 2003.

Fyrsti hluti tvöföldunarinnar, frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar og fram hjá Vogum, um 12 kílómetra spotti, var opnaður ári síðar og síðari áfangi árið 2008. Ekkert banaslys hefur orðið á tvöfalda kafla vegarins.

Reykjanesbrautin er sá vegur sem fær hæstu einkunn í fyrrnefndri úttekt EuroRAP, á bilinu þrjár til fimm stjörnur eftir vegköflum. Enn eru þó hættulegir ljósastaurar öðrum megin vegarins og eftir á að ljúka við tvöföldun. Að mati Ólafs ætti að ljúka henni sem fyrst. Með því gæti Reykjanesbraut talist fyrsta alvöruhraðbraut Íslendinga og mætti þá skoða að hækka hámarkshraðann í 110 kílómetra á klukkustund. „Þetta snýst um að hámarkshraða sé hagað eftir aðstæðum.“

Ekki þyrfti mikið til að Reykjanesbrautin yrði almennileg hraðbraut, að ...
Ekki þyrfti mikið til að Reykjanesbrautin yrði almennileg hraðbraut, að mati Ólafs. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »

„Mælirinn er fullur“

11:25 Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »

Niðurstöðurnar kynntar í dag

10:23 Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar. Meira »

Rannsókn hafin á upptökum eldsins

10:21 „Menn eru núna að gera sig klára til að fara í þessa vettvangsvinnu,“ segir Skúli Jónsson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði og tæknideild lögreglu hefja núna í birtingu rannsókn á upptökum eldsins á Hvaleyrarbraut. Meira »

Hlutur kirkjunnar fer minnkandi

10:17 Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 162 einstaklingar til hjúskapar í október en 85 einstaklingar skildu. Hlutur Þjóðkirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi síðari ár. Meira »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

08:28 Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

08:19 Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

08:05 Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »

Ágætisveður fram undan

06:40 Spáin gerir ráð fyrir stífri suðaustanátt og dálítilli vætu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna á morgun. Hæg suðaustlæg átt og yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt í dag, en hægir vindar, úrkomulítið og kólnar smám saman þegar líður á vikuna. Meira »

Blandi saman samstarfi og samkeppni

05:30 Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi segir þá klasa ná bestum árangri þar sem fyrirtæki eiga í harðri samkeppni sín á milli en gera sér um leið grein fyrir að á vissum sviðum sé best að vinna saman. Meira »

Eru bókstaflega á kafi í náminu

05:30 Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar. Meira »

Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

05:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar. Meira »

Óvenju mikil úrkoma í Reykjavík

05:30 Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík á tveimur sólarhringum, frá hádegi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar í Hungurdiskum. Meira »

Kulnun er jafnvel lífshættuleg

05:30 „Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira »

Ekki víst að allir fái matarhjálp

05:30 „Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“ Meira »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....