Gjöld lækkuð vegna veggjatítlu

Ónýtt hús af völdum veggjatítla og myglu.
Ónýtt hús af völdum veggjatítla og myglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfirskattanefnd hefur fallist á rök húseiganda sem óskaði eftir lækkun fasteignagjalda vegna tjóns af völdum veggjatítlu. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umræddri beiðni.

Kærandi krafðist þess að henni yrði veitt ívilnun vegna tjóns af völdum rakaskemmda og veggjatítlu í fasteign sem hún keypti árið 2012. Skemmdirnar komu í ljós árið 2017. Yfirskattanefnd féllst ekki á að skemmdir á fasteigninni af völdum raka, sem raktar voru til mislukkaðra framkvæmda, gætu talist til eignatjóns.

Hins vegar var fallist á að virða bæri tjón kæranda vegna skemmda af völdum veggjatítlu „sem óvenjulegar skemmdir fjármuna sem talist gætu til eignatjóns“. Var til þess tekið að skemmdir á innviðum fasteigna af völdum veggjatítlu gætu myndast án þess að ummerki þeirra kæmu fram fyrr en löngu síðar. Fagaðilar hefðu metið aðstæður svo að veggjatítlan hefði hafst við í húsnæðinu jafnvel um áratugaskeið.

Í kæru húseigendans kemur fram að kaupverð fasteignarinnar hafi verið 34 milljónir króna en fasteignamat hafi verið lækkað um ríflega 25 milljónir króna í rétt rúmlega fimm milljónir króna. Eignin sé nú skráð sem íbúðarhúslóð en ekki einbýlishús þar eð húsið sé ónýtt og hafi verið afskrifað sem slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert