Lögreglan lýsir eftir eiganda reiðufjár

Fundvís borgari skilaði inn umslagi með reiðufé á lögreglustöðina við …
Fundvís borgari skilaði inn umslagi með reiðufé á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær. Lögreglan lýsir eftir eiganda fjárins. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir eiganda reiðufjár sem fundvís borgari skilaði á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær. 

Umslagið er merkt með nafni en þó ekki nægjanlegum upplýsingum til að finna eigandann, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Facebook. Lögreglan lýsir því eftir eigandanum en umslagið verður afhent þeim sem sýnt getur fram á eignarhald. 

Sá sem kannast við að hafa týnt fénu er beðinn um að senda tölvupóst á netfangið rafn.gudmundsson@lrh.is 

mbl.is