Merkel í heimsókn til Íslands

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn Katrínar til Þýskalands á síðasta ári. AFP

Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar 20. ágúst og verður Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sérstakur gestur fundarins. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eiga nokkra tvíhliða fundi í tengslum við leiðtogafundinn, meðal annars með Þýskalandskanslara.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá stjórnvöldum að Katrín muni enn fremur eiga fundi meðal annars með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. Þá mun Löfven skoða Hellisheiðarvirkjun.

Katrín mun taka á móti Merkel á Þingvöllum og blaðamannafundur fer síðan fram í sumarbústað forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert