Börn bíða í allt að 14 mánuði

Ekki er gott fyrir börn né fullorðna að bíða lengi …
Ekki er gott fyrir börn né fullorðna að bíða lengi eftir greiningu og þjónustu vegna ADHD. Tæplega 1.000 börn og fullorðnir bíða þjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“

Þetta segir Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún er ósátt við svör Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um áform ráðherra að eyða biðlistum eftir greiningu og þjónustu barna hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Nú eru 400 börn á biðlista og biðtími getur orðið allt að 12 til 14 mánuðir. Gyða telur að ríkið eigi að reka greiningarþjónustu við börn með ADHD og aðrar raskanir og slík þjónusta eigi að byggjast á faglegum ákvörðunum.

Gyða segir Þroska- og hegðunarstöðina ekki geta sinnt hlutverki sínu sem skyldi ef ríkið styðji ekki við starfsemina. Svar heilbrigðisráðherra, um að geðheilsuteymi geti leyst vanda þeirra sem bíða eftir sérhæfðri nánari greiningu í öllum heilbrigðisumdæmum landsins, lýsi ónógum skilningi heilbrigðisráðuneytisins. Öll uppbygging í málaflokknum sé þó af hinu góða.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Hrannar B. Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, að samkvæmt lýðfræðilegum tölum megi ætla að hátt í 20.000 manns á Íslandi séu með ADHD. 556 fullorðnir eru nú á biðlista eftir greiningu hjá ADHD-teymi Landspítalans.

Hrannar segir að í tölum heilbrigðisráðherra um börn og fullorðna á biðlistum eftir greiningu séu ekki þeir sem leitað hafa á einkastofur með tilheyrandi kostnaði.

,,Ef opinberar stofnanir fá ekki nægt fjármagn er hætta á að stórum hópi einstaklinga verði stýrt inn í einkageirann,“ segir Hrannar enn fremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »