Sæförum komið til bjargar

Björgunarbátur Landsbjargar.
Björgunarbátur Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Þremur mönnum á vélarvana báti var komið til bjargar í Skerjafirði í gærkvöldi en mennirnir sögðust vera að vitja um krabbagildrur þegar bátur þeirra bilaði. Björgunarbáturinn Fiskaklettur hjá björgunarsveitinni í Hafnarfirði var við æfingar í Hafnarfirði og kom og aðstoðaði sæfarana en þeir voru á litlum gúmmíbáti sem ber varla fleiri en tvo menn. Aðeins tveir mannanna voru í björgunarvestum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is