Andlát: Niels Jensen

Niels Jensen
Niels Jensen

Niels Jensen, útgerðarmaður og ræðismaður Íslands í Hirtshals í Danmörku, lést sl. miðvikudag 76 ára að aldri. Niels fæddist í Hirsthals 29. apríl 1943. Hann útskrifaðist sem skipamiðlari í Kaupmannahöfn árið 1965.

Áður en hann sneri aftur til Hirtshals, starfaði hann eitt ár í London, eitt ár í Hamborg og eitt ár í París. Á sjöunda áratug síðustu aldar gerðist hann umboðsmaður íslenskra skipa sem stunduðu veiðar í Norðursjó.

Niels lagði það á sig að læra íslensku til að gera samskipti við Íslensku áhafnirnar auðveldari. Árið 1972 stofnaði hann skipamiðlun Niels Jenson & Co og voru umfangsmestu viðskipti hans við íslenska fiskiskipaflotann í Norðursjó. Margir úr áhöfnum skipanna urðu vinir hans til æviloka.

Árið 1973 var Niels gerður að ræðismanni Íslands. Hann hóf eigin útgerð árið 1975, meðal annars í félagi við Árna Gíslason, kunnan aflaskipstjóra. Skipið, sem var nýsmíði, fékk nafnið Isafold. Árið 1979 bættist við annað og stærra skip, fékk það nafnið Geysir. Í áhöfn skipanna voru að stórum hluta Íslendingar.

Niels var öflugur innan samtaka uppsjávarskipa í Danmörku. Innan þeirra samtaka barðist hann fyrir breytingum á dönskum fiskveiðistjórnunarlögum með íslenska kerfið að leiðarljósi. Það bar árangur árið 2003 og gaf þá möguleika á að byggja nýja og stærri Isafold, sem var afhent árið 2006. Hið nýja skip tók yfir kvótann af eldri skipunum sem voru seld. Árið 2018 lét Niels útgerðina í hendur dóttur sinnar Lise Björn Jörgensen og tengdasonar Karsten Mölgaard.

Niels var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1997.

Eftirlifandi eignkona Niels er Susanne Fibiger. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og eina stjúpdóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert