Betur gengur að manna skólana

Margt er gert til afþreyingar á frístundaheimili. Mynd úr safni.
Margt er gert til afþreyingar á frístundaheimili. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frístundaheimilum. Enn skortir á að allar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst.

Staðan er betri nú en undanfarin ár, að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. „Þetta gerist hratt þegar háskólafólkið fær sínar stundaskrár. Þá verður mjög mikil hreyfing,“ sagði Skúli. Hann sagði marga námsmenn starfa við frístundaheimilin og félagsmiðstöðvarnar. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í 71% stöðugilda í frístundaheimilunum.

En hvers vegna virðist ganga betur að manna stöður á þessu sviði t.d. á Akureyri og í Hafnarfirði en í Reykjavík?

„Við erum með mun fleiri stofnanir á þessu sviði en öll önnur sveitarfélög. Við erum með 170 starfsstöðvar á skóla- og frístundasviði, 63 leikskóla, 36 grunnskóla og gríðarlegan fjölda frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Það eru svo miklu fleiri stöðugildi sem við þurfum að fylla en aðrir,“ sagði Skúli. Hann taldi víst að starfsemi frístundaheimila í Reykjavík væri hlutfallslega umfangsmeiri og þjónustustigið hærra en hjá öðrum sveitarfélögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »