Loksins gekk potturinn út

Lottó
Lottó

Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut.

Miðarnir voru keyptir á lotto.is, í Hagkaup Furuvöllum, Happahúsinu Kringlunni, Hjá Jóhönnu á Tálknafirði og sá fimmti er áskrifandi að lottó. 16 miðahafar voru með bónusvinninginn og fá tæplega 87 þúsund krónur hver.

Lottótölur kvöldsins eru: 8, 14, 16, 24 og 26. Bónustalan er 37.

Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og fá 2 milljónir hvor. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu Kringlunni og Skálanum á Strandgötu. Þrettán miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur í sinn hlut. Jókertölurnar eru: 3, 5, 5, 7, og 9.

mbl.is