Ræða orkupakkann á Alþingi

Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og …
Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Eggert

Framhald síðari umræðu um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag.

Fundarhöld hefjast klukkan 10.30 og eru þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Fyrstur stígur í pontu Karl Gauti Hjaltason og flytur sína 36. ræðu.

Á fimmtudaginn verða á dagskrá síðari umræða um þingsályktun um breytingu á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, önnur umræða um frumvarp um breytingu á raforkulögum með síðari breytingum og önnur umræða um frumvarp um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun.

Atkvæðagreiðslur um öll málin fara fram mánudaginn 2. september, að því er kemur fram á vef Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert