Fara fram á þyngri refsingu yfir Degi Hoe

Dagur Hoe Sigurjónsson gengur hér í dómsal við aðalmeðferð málsins …
Dagur Hoe Sigurjónsson gengur hér í dómsal við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Á morgun fer fram aðalmeðferð Landsréttar í máli Dags Hoe Sigurjónssonar, en hann áfrýjaði 17 ára fangelsidómi sem hann hlaut í fyrra fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember árið 2017.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í svari við fyrirspurn mbl.is að ákæruvaldið muni fara fram á að refsing Dags verði þyngd, en er málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fór ákæruvaldið fram á 18 ára fangelsidóm.

Dagur var dæmdur fyrir að hafa orðið Klevis Sula að bana með hnífsstungum og fyrir að veita öðrum manni stunguáverka.

Í dómi héraðsdóms sagði að árásin Dags á mennina tvo hefði verið bæði tilefnislaus og hrottafengin, en hann neitaði sök og bar við minnisleysi um atburði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert