17 ára dómur fyrir manndráp staðfestur

Dag­ur Hoe Sig­ur­jóns­son geng­ur hér í dómsal við aðalmeðferð máls­ins …
Dag­ur Hoe Sig­ur­jóns­son geng­ur hér í dómsal við aðalmeðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Landsréttur hefur staðfest 17 ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyr­ir mann­dráp og til­raun til mann­dráps á Aust­ur­velli í des­em­ber árið 2017. Dag­ur var dæmd­ur fyr­ir að hafa orðið Klevis Sula að bana með hnífstung­um og fyr­ir að veita Elio Hasani stunguáverka.

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Helgi Magnús flutti málið fyr­ir hönd ákæru­valds­ins en hann taldi eðlilegt að Dagur yrði dæmdur í 18-19 ára fang­elsi fyr­ir brot sín, 16 ár fyr­ir mann­drápið og 2-3 ár fyr­ir til­raun til mann­dráps. 

Lúðvík Örn Stein­ars­son, skipaður verj­andi Dags, gerði kröfu um sýknu, en til vara að refs­ing hans yrði milduð. 

Auk fang­elsis­vist­ar­inn­ar er Degi gert að greiða rúm­ar fimm millj­ón­ir króna í sak­ar­kostnað. Þá ber hon­um að greiða móður Sula miska­bæt­ur að fjár­hæð rúm­lega fjór­ar millj­ón­ir króna og föður Sula rúm­lega þrjár millj­ón­ir. Þá ber hon­um að greiða Has­ani 1,5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert