Forseti sveitarstjórnar hættir

Örlygur Hnefill Örlygsson.
Örlygur Hnefill Örlygsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi og forseti sveitarstjórnar, óskaði í vikunni eftir lausn frá störfum og var hún samþykkt á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag.

Ástæða þessa er hætta á hagsmunaárekstrum og óþægileg staða sem Örlygur hefði lent í, nú þegar hann þarf að höfða skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu fyrir hönd ferðaþjónustufyrirtækisins sem hann á og rekur með fjölskyldu sinni.

Málavextir eru þeir að í maí á síðasta ári var hafist handa um lagnavinnu á Húsavíkurhöfða, að nýju sjóböðunum sem þar eru. Vegna þessa þurfti að grafa skurði nærri hótelinu á Höfðanum sem Örlygur á og rekur. Í aðdragandanum var sagt að öllu ætti að vera lokið eftir fimm til tíu daga. Verkteikningar reyndust hins vegar, að sögn Örlygs, ekki standast, svo allar áætlanir riðluðust. Í alls fimm mánuði, það er frá maí og fram í október, var tæpast gengt að hótelinu svo aðsóknin þar datt niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »