„Níu milljónum klukkustunda sóað“

Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir …
Með skilvirkri ljósastýringu er tryggt að umferðin gangi betur fyrir sig innan þeirra samgöngumannvirkja sem eru til staðar að sögn SI. mbl.is/​Hari

Áætla má að um níu milljónum klukkustunda verði sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar á árinu 2019. Þar er m.a. horft til niðurstaðna úr nýlegu umferðarlíkani VSÓ fyrir höfuðborgarsvæðið og umferðarmælinga Vegagerðarinnar.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins þar sem fjallað er um umferðartafir innan höfuðborgarinnar.

Fram kemur að sá tími sem sóað er valdi töluverðum umframkostnaði en áætla megi t.d. að fyrirtæki borgarinnar verji tæplega 10 milljörðum í óþarfa launakostnað vegna þessa á árinu 2019 sem birtist í hærra verðlagi en ella og minni framleiðni.

Til viðbótar komi aukinn kostnaður og skert lífsgæði þeirra sem ferðist í frítíma.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is liggur fyrir stjórn Reykjavíkurborgar tillaga um að borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu. Fram kemur að áætlaður stofnkostnaður sé um 1,5 milljarðar en ávinningur sé áætlaður 15% tímasparnaður fyrir einkabíla, 50% minni biðtími ökutækja í biðröðum og 20% meira flæði almenningssamgangna.

„Arðsemi ljósastýringa gæti verið töluverð en það er mat Samtaka iðnaðarins að 15% minnkun í umferðartöfum í höfuðborginni með ljósastýringu muni skila um 80 milljörðum í ábata fyrir fyrirtæki og heimili á líftíma fjárfestingarinnar. Eru þar ótaldir aðrir ábataþættir á við minni loftmengun og sparnað í öðrum aksturskostnaði.“

Samtök iðnaðarins segja að arðsemi ljósastýringa á höfuðborgarsvæðinu gæti verið töluverð en það er mat SI að 15% minnkun í umferðartöfum í höfuðborginni með ljósastýringu muni skila um 80 milljörðum í ábata fyrir fyrirtæki og heimili á líftíma fjárfestingarinnar.

Hlutdeild einkabílsins er nú 79% eða 4% hærri en árið …
Hlutdeild einkabílsins er nú 79% eða 4% hærri en árið 2012. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina