Flugmiðar í sölu á næstu dögum

Til stendur að hefja flug á milli Keflavíkur og Dulles-flugvallar …
Til stendur að hefja flug á milli Keflavíkur og Dulles-flugvallar í Washington í Bandaríkjunum í lok október. mbl.is/​Hari

Enn stendur til að flugmiðar fyrir flug WOW air á milli Keflavíkur og Washington fari í sölu á næstu dögum. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson almannatengill í samtali við mbl.is.

Þá segir hann bandarískt flugrekstrarleyfi vera komið í höfn.

Til stendur að hefja flug á milli Keflavíkur og Dulles-flugvallar í Washington í Bandaríkjunum í lok október.

Að sögn Gunnars Steins fara flugmiðarnir í sölu í þessari viku eða næstu.

mbl.is