Ákærður fyrir brot gegn tveimur konum

Embætti héraðssaksóknara.
Embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn tveimur konum í apríl í fyrra. Er hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa káfað innan klæða á annarri konunni og fyrir líkamsárás gegn hinni.

Samkvæmt ákærunni skallaði maðurinn seinni konuna ítrekað í andlitið og sló hana með ól, sem var með kúlu á endanum, í handarbakið. Þá sneri hann upp á handlegg konunnar, sló hana ítrekuðum höggum á bringu og skar löngutöng annarrar handar með oddhvössum hlut.

Konan fékk ýmsa áverka vegna árásar mannsins, meðal annars ótilfært brot á hendi, tognun á hálshrygg og heilahristing.

Í einkaréttarkröfu málsins er farið fram á að hann greiði konunum tveimur samtals 5,1 milljón í skaða- og miskabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í dag.

mbl.is