Lyfjatengdum andlátum fjölgaði mikið á síðasta ári

Embætti landlæknis varar við notkun hvers konar lyfja sem viðkomandi …
Embætti landlæknis varar við notkun hvers konar lyfja sem viðkomandi hefur ekki fengið ávísað af lækni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Af þeim 39 sem létust af völdum lyfjanotkunar á síðasta ári voru tveir undir tvítugsaldri. Einstaklingar sem létust og voru 30 ára eða yngri voru samtals ellefu talsins.

Í ljósi umræðu um lyfjatengd andlát hér á landi birtir embætti landlæknis yfirlit yfir fjölda lyfjatengdra andláta eftir aldursflokkum á árunum 2014 til 2018, þar sem lyfjanotkun var skráð sem dánarorsök í dánarmeinaskrá.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birtist á vefsíðu embættis landlæknis jukust lyfjatengd andlát nokkuð á síðasta ári frá árunum á undan.

Grunnskólanemar nota róandi lyf og svefntöflur

„Rannsóknir sýna að tæplega 11% grunnskólanema í 10. bekk hafa tekið svefntöflur eða róandi lyf sem ekki var ávísað á þau og 1,5% hafa reynt örvandi lyf sem ekki voru ætluð þeim,“ segir á vef embættisins.

„Þá hafa 20% fólks í Háskóla Íslands notað örvandi lyf, án þess að hafa fengið þau ávísuð frá lækni.“

Embættið varar við hvers kyns notkun lyfja sem viðkomandi hefur ekki fengið ávísuð af lækni, en nánar má lesa um þessi mál hér.

Hér má sjá lyfjatengd andlát síðustu ára flokkuð eftir aldri.
Hér má sjá lyfjatengd andlát síðustu ára flokkuð eftir aldri. Ljósmynd/Landlæknir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert