Sameinast um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Þverpólitísk þingályktunartillaga hefur verið lögð fram um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll …
Þverpólitísk þingályktunartillaga hefur verið lögð fram um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þingmenn fimm flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi. Fram kemur að skoða þurfi hvort fyrir hendi sé nægjanlegur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tillaga um millilandaflug á Höfn er lögð fram. Hún var lögð fram átta sinnum frá árinu 2012 og er nú lögð fram í níunda skipti.   

Í tillögunni er bent á að millilandaflugið hjálpi til við dreifingu ferðamanna auk þess að minnka álag á Keflavíkurflugvelli og auka öryggi í flugi yfir landið. Lögð er áhersla á að ráðist verið í aðgerðir til að „treysta enn frekar atvinnulíf í Hornafirði og nágrenni og stuðla að frekari uppbyggingu og vexti Vatnajökulsþjóðgarðs“.

Flutningsmenn tillögunnar að þessu sinni eru: Vilhjálmur Árnason, Ásmundur Friðriksson og  Páll Magnússon þingmenn Sjálfstæðisflokks, Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson sem sitja á þingi fyrir Miðflokkinn og  Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. 

Nánar um tillöguna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert