Skattar hjóna gætu aukist

Skattar hjóna gætu hækkað.
Skattar hjóna gætu hækkað. mbl.is/Golli

Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um tekjuskatt gætu skattgreiðslur hjóna mögulega hækkað. Guðrún Björg Bragadóttir, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu KPMG, komst að þessari niðurstöðu með því að stilla fram dæmum.

Nánar tiltekið varðar málið rétt hjóna til að samnýta skattþrep. Samnýting persónuafsláttar verður óbreytt en hún er þessu ótengd.

Með samnýtingu skattþrepa geta hjón lækkað skattgreiðslur ef annar aðilinn greiðir hátekjuskatt. Hluti tekna færist þá á lægra skattþrep.

Hækkar um 74 þúsund

Til einföldunar stillti Guðrún Björg upp dæmum um áhrifin að beiðni Morgunblaðsins.

Í fyrsta dæminu greiða hjón þar sem annar aðilinn hefur 17 milljónir í árstekjur en hinn engar tekjur um 74 þúsund kr. meira í skatt. Upphæðin hækkar jafn mikið ef tekjur annars aðilans eru 20 milljónir. Fyrri upphæðin, 17 milljónir, er hér um það bil tvöfaldar meðaltekjur.

Fjármálaráðuneytið reiknaði að beiðni Morgunblaðsins út áhrif breytinganna á tekjur ríkissjóðs.

Lækka um 1,2 milljarða

Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir breytingarnar þýða lægri skatta.

„Heildaráhrif skattkerfisbreytinganna, þegar þær eru að fullu innleiddar, verða 1,2 milljarðar króna í lægri álögur á hópinn sem samnýtir skattþrep í núverandi tekjuskattskerfi. Er hér horft til hlutmengis skattgreiðenda sem eru í sambúð og nýttu heimild til samsköttunar 2018,“ sagði Páll Ásgeir í umfjöllun um skattaáhrif þessi í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert