Reyndi að flýja land og hnepptur í varðhald

10. september fékk lögreglan tilkynningu um að einn mannanna væri …
10. september fékk lögreglan tilkynningu um að einn mannanna væri á leið út landi með vél Icelandair til Amsterdam og var hann handtekinn rétt áður en hann gekk um borð í vélina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður sem grunaður er um að að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. október. RÚV greinir frá því að lögreglan hafi ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum þegar í ljós kom að hann reyndi að flýja land. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. 

Maðurinn er einn þriggja manna frá Rúmeníu sem gefið er að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. Menn­irn­ir stálu ís­lensk­um kort­um með kerf­is­bundn­um hætti og tóku sam­tals út af þeim um millj­ón króna í ís­lensk­um hraðbönk­um og versl­un­um.

Þeir voru hand­tekn­ir af lög­reglu 6. september síðastliðinn eftir að versl­un­ar­eig­andi á höfuðborg­ar­svæðinu gerði lögreglu viðvart en hann kannaðist við menn­ina. Talið er mögu­legt að menn­irn­ir hafi verið hingað komn­ir í sömu er­inda­gjörðum.

Þremenningarnir voru látn­ir laus­ir 7. september, en gert að til­kynna sig til lög­reglu þris­var í viku. 10. september fékk lögreglan tilkynningu um að einn mannanna væri á leið út landi með vél Icelandair til Amsterdam og var hann handtekinn rétt áður en hann gekk um borð í vélina. 

Héraðsdómari féllst á málatilbúnað lögreglu að ætla mætti að maðurinn myndi reyna að komast úr langi, leynast eða koma sér undan málssókn færi hann frjáls ferða sinna og var hann því úrskurðaður í gæsluvarðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert