Taka „einn dag í einu“

Næsti fundur hjá BÍ og SA hjá ríkissáttasemjara er á …
Næsti fundur hjá BÍ og SA hjá ríkissáttasemjara er á fimmtudag.

„Þetta var góður fundur og það verður annar fundur á fimmtudag,“ seg­ir Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is. Full­trú­ar Blaðamann­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins funduðu hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag og hittast aftur á sama stað á fimmtudag.

Viðræðunum var vísað til sátta­semj­ara í lok maí en samn­ing­ar blaðamanna hafa verið laus­ir frá 1. janú­ar. 

Hjálmar segir að verið sé að vinna í ákveðnum málum. „Þetta er talsverð yfirferð en það er góður gangur í þessu eins og staðan er,“ segir hann. 

Hjálmar sagði í síðustu viku að Blaðamannafélagið hygðist gefa sér þennan mánuð til að klára samninga. Enn fremur sagði hann að eitthvað gæti skýrst í þessari viku.

„Það eru tæpar tvær vikur til mánaðamóta og við fundum aftur á fimmtudag. Þetta er bara eins og með alkana; einn dagur í einu,“ segir Hjálmar.

Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að beita þrýstiaðgerðum á meðan viðræður standa yfir, svo sem verkföllum, og vonir standi að hægt verði að leysa úr eftirstandandi ágreiningi í mánuðinum.

mbl.is