Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Maðurinn var yfirheyrður í dag og í kjölfarið var ákveðið …
Maðurinn var yfirheyrður í dag og í kjölfarið var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Hólahverfi í gærkvöldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að talið er að maðurinn hafi rofið skilorðsbundinn dóm. 

Konan er alvarlega slösuð en ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Maðurinn var yfirheyrður í dag og í kjölfarið var ákveðið að fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, gat ekki sagt til um tengsl fólksins í samtali við mbl.is fyrr í dag, en konan er á þrítugsaldri og maðurinn á fertugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert