Vatnshæð heldur áfram að aukast í Skaftá

Vatnsá í Skaftá hefur haldið áfram að aukast rólega.
Vatnsá í Skaftá hefur haldið áfram að aukast rólega. mbl.is/RAX

Lítið hlaup er enn í gangi í gangi í Skaftá. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hefur rennsli haldið áfram að auk­ast lít­il­lega og er nú um 304  míkróS/​cm. „Vatnshæðin hefur líka aukist, en þetta er ennþá jafn rólegt,“ segir hann.

Hlaupið kem­ur úr Vest­ari-Skaft­ár­katli en síðast hljóp úr katl­in­um í ág­úst 2018 og er því ekki bú­ist við að um stórt hlaup verði að ræða.

Böðvar segir ekki hægt að sjá fyrir um það hvenær hlaupið nær hámarki, en þeim sem eru á ferð þar um er bent á að staldra ekki lengi við ná­lægt upp­tök­um ár­inn­ar vegna hugs­an­legr­ar gasmeng­un­ar. „Það verður stillt og fínt verður þar í dag og þess vegna höfum við meiri vara á,“ segir hann.

Fylgst verður áfram með gangi mála á Veður­stof­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert