Nýr íbúðakjarni opnaður

Dagur afhendir lyklana að nýjum íbúðakjarna við hátíðlega athöfn í …
Dagur afhendir lyklana að nýjum íbúðakjarna við hátíðlega athöfn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrr í dag voru afhentir lyklar að nýjum íbúðakjarna á Móavegi 10 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson sá um afhendingu lyklanna við hátíðlega athöfn en í kjarnanum verður fimm einstaklingum gert kleift að halda eigið heimili með aðstoð starfsfólks. Þar að auki mun starfsemin í nýja kjarnanum veita ellefu öðrum einstaklingum í Grafarvogi þjónustu og stuðning til sjálfstæðs lífs á eigin heimili. 

Það mátti merkja mikla eftirvæntingu meðal verðandi íbúa þegar kjarninn …
Það mátti merkja mikla eftirvæntingu meðal verðandi íbúa þegar kjarninn var opnaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Regína Ástvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði að markmið þjónustunnar væri að styðja fólk til þess að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf á eigin forsendum. Bygging íbúðakjarnans sé mikilvægur áfangi í að framfylgja húsnæðisáætlun og gott dæmi um vel heppnaða útfærslu þar sem félagsbústöðum er úthlutað ákveðnu hlutfalli af íbúðum við lóðaúthlutun.

Framkvæmdir við nýja íbúðakjarnann hófust í mars í fyrra. Segir í tilkynningu að kostnaðaráætlanir hafi staðist og framkvæmdatími sé skemmri en gert var ráð fyrir. Þá hefur forstöðumaður íbúðakjarnans þegar hafið störf. 

Kærleikur og von var allt umlykjandi við opnun íbúðakjarnans í …
Kærleikur og von var allt umlykjandi við opnun íbúðakjarnans í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá opnun íbúðakjarnans í dag.
Frá opnun íbúðakjarnans í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is