Á 116 km hraða á Kringlumýrarbraut

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem bókaði 32 mál …
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem bókaði 32 mál í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut kl. 21 í gærkvöldi. Var hann á 116 km hraða á klukkustund, en hámarkshraði á Kringlumýrarbraut er aðeins 80.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem bókaði 32 mál í nótt.

Grunsamlegar mannaferðir

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Hlíðunum á níunda tímanum en við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að þær ættu sér eðlilegar skýringar. Á öðrum tímanum í nótt var svo aftur tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, þá í Háaleitis- og Bústaðahverfi, en sést hafði til manns með vasaljós fara inn í garð. Lögreglan leitaði aðilans en fann ekki.

Tilkynnt var um tvo menn í átökum í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Árásaraðili var farinn þegar lögreglu bar að vettvangi en árásarþoli var enn á staðnum. Málið er til rannsóknar.

Ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði á fyrsta tímanum í nótt. Sá reyndist vera á stolinni bifreið auk þess sem hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og að vera án ökuréttinda. Ökumaður og farþegi bifreiðarinnar eru þá grunaðir um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert