Mýs og skottur í eldhúsi Garðaskóla

Lagfæringar á mötuneyti starfsfólks hafa ekki verið í forgangi í …
Lagfæringar á mötuneyti starfsfólks hafa ekki verið í forgangi í þeim miklu lagfæringum sem gerðar hafa verið á húsnæði skólans. Ljósmynd/Garðaskóli

Eldhúsi starfsmanna Garðaskóla í Garðabæ hefur verið lokað og verður það um ótiltekinn tíma vegna athugasemda heilbrigðiseftirlits.

Í bréfi starfsmanna til bæjaryfirvalda, þar sem krafist er úrbóta, kemur fram að ítrekað hafi orðið vart við meindýr, svo sem mýs og silfurskottur, að því er fram kemur í umfjöllun um kvikindi þessi í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að lagt hafi verið í verulegar framkvæmdir við Garðaskóla á undanförnum árum í góðu samstarfi við stjórnendur skólans. Unnið verði úr ábendingum starfsmanna í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert