Greiddu sjálfir fyrir vinnuferð

Níu af tíu starfsmönnum embættisins fóru í ferðina.
Níu af tíu starfsmönnum embættisins fóru í ferðina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfsmenn embættis forseta Íslands greiddu sjálfir allan kostnað vegna flugs og gistingar vegna náms- og vinnuferðar starfsmanna embættisins sem haldið var í 13.-16. september síðastliðinn. 

Þetta segir Örnólfur Thorsson forsetaritari í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns. 

Níu af tíu starfsmönnum embættisins fóru í ferðina en einn þeirra gerðist sek­ur um kyn­ferðis­lega áreitni og annað óafsak­an­legt hátta­lag gagn­vart tveim­ur sam­starfs­mönn­um sín­um í ferðinni.

Hann fór í leyfi og for­seta­rit­ari veitti hon­um skrif­lega áminn­ingu. Starfs­mann­in­um hef­ur nú verið heim­ilað að snúa aft­ur til starfa eftir að allir starfsmenn embættisins, þar á meðal konurnar tvær sem kvörtuðu undan manninum, samþykktu það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina